Sjálfsögð réttindi barna tryggð til frambúðar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 26. október 2020 10:00 Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Réttindi barna Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun