Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 14:33 Jólasveinsleikari að störfum í Disney-skemmtigarði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Aðstoðarráðherra hafði boðið jólasveinaleikurum forgang að bóluefni við veirunni gegn því að þeir tækju þátt í herferðinni. Jólasveinarnir áttu að tala um gagnsemi bólusetningar gegn Covid-19. Auk þeirra ætlaði ráðuneytið að birta auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi, netinu og hlaðvörpum til að „draga úr örvæntingum, hvetja til vonar og ná þjóðarbata“, að því er Wall Street Journal hefur upp úr gögnum um verkefnið sem blaðið hefur undir höndum. Alls átti að verja 250 milljónum dollara í áróðursherferðina, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Hugmyndin um að bjóða þeim sem leika jólasveina aðgang að bóluefni á undan almenningi kom frá Michael Caputo, aðstoðarráðherra. Hann fór nýlega í veikindaleyfi í sextíu daga eftir að hafa greinst með krabbamein. Skömmu áður en það gerðist hafði hann birt myndband af vanstilltum reiðilestri þar sem hann sakaði vísindamenn alríkisstjórnarinnar meðal annars um uppreisn gegn Donald Trump forseta. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins fullyrðir að Alex Azar, ráðherra, hafi ekki haft grænan grun um tilraunir Caputo til að fá jólasveina til liðs við herferðina. Hann staðfestir að búið sé að blása samstarfið af. Herferðin er nú til innri endurskoðunar í ráðuneytinu. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til“ Wall Street Journal vitnar í og birtir hljóðupptökur af símtali Caputo og Rics Erwin, formann Bræðrareglu alvöru skeggjaðra jólasveina, frá því í ágúst. Þar fullyrti Caputo að bóluefni fengi líklega vottun um miðjan nóvember og að því yrði dreift til framlínustarfsmanna fyrir þakkargjörðarhátíðina. „Ef þú og starfsbræður þínir eru ekki nauðsynlegir starfsmenn veit ég ekki hverjir þeir eru,“ segir Caputo í símtalinu. Staðhæfir hann að Trump forseti eigi eftir að „elska“ hugmyndina. „Þar sem þú værir að gera sveinka alvarlegan greiða þyrfti sveinki sannarlega að svara í sömu mynt,“ segir Erwin við Caputo. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til,“ segir aðstoðarráðherrann. Hugmynd Caputo var að jólasveinarnir tækju þátt í viðburðum í allt að 35 borgum. Leikarar sem leika eiginkonu jólasveinsins eða jólaálfa hefðu einnig tekið þátt í herferðinni. Erwin, sem tók upp símtali og lét WSJ fá upptökuna, segist gríðarlega vonsvikinn með tíðindin um að hætt hafi verið við þátttöku jólasveinanna. „Þetta var stærsta von okkar fyrir jólin 2020 og nú lítur út fyrir að það verði ekki af því,“ segir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi höfðu gagnrýnt fyrirhuguðu kynningarherferðina og sökuðu Trump-stjórnina um að misnota almannafé til að fjármagna dulbúinn stjórnmálaáróður rétt fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í næsta mánuði. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Aðstoðarráðherra hafði boðið jólasveinaleikurum forgang að bóluefni við veirunni gegn því að þeir tækju þátt í herferðinni. Jólasveinarnir áttu að tala um gagnsemi bólusetningar gegn Covid-19. Auk þeirra ætlaði ráðuneytið að birta auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi, netinu og hlaðvörpum til að „draga úr örvæntingum, hvetja til vonar og ná þjóðarbata“, að því er Wall Street Journal hefur upp úr gögnum um verkefnið sem blaðið hefur undir höndum. Alls átti að verja 250 milljónum dollara í áróðursherferðina, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Hugmyndin um að bjóða þeim sem leika jólasveina aðgang að bóluefni á undan almenningi kom frá Michael Caputo, aðstoðarráðherra. Hann fór nýlega í veikindaleyfi í sextíu daga eftir að hafa greinst með krabbamein. Skömmu áður en það gerðist hafði hann birt myndband af vanstilltum reiðilestri þar sem hann sakaði vísindamenn alríkisstjórnarinnar meðal annars um uppreisn gegn Donald Trump forseta. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins fullyrðir að Alex Azar, ráðherra, hafi ekki haft grænan grun um tilraunir Caputo til að fá jólasveina til liðs við herferðina. Hann staðfestir að búið sé að blása samstarfið af. Herferðin er nú til innri endurskoðunar í ráðuneytinu. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til“ Wall Street Journal vitnar í og birtir hljóðupptökur af símtali Caputo og Rics Erwin, formann Bræðrareglu alvöru skeggjaðra jólasveina, frá því í ágúst. Þar fullyrti Caputo að bóluefni fengi líklega vottun um miðjan nóvember og að því yrði dreift til framlínustarfsmanna fyrir þakkargjörðarhátíðina. „Ef þú og starfsbræður þínir eru ekki nauðsynlegir starfsmenn veit ég ekki hverjir þeir eru,“ segir Caputo í símtalinu. Staðhæfir hann að Trump forseti eigi eftir að „elska“ hugmyndina. „Þar sem þú værir að gera sveinka alvarlegan greiða þyrfti sveinki sannarlega að svara í sömu mynt,“ segir Erwin við Caputo. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til,“ segir aðstoðarráðherrann. Hugmynd Caputo var að jólasveinarnir tækju þátt í viðburðum í allt að 35 borgum. Leikarar sem leika eiginkonu jólasveinsins eða jólaálfa hefðu einnig tekið þátt í herferðinni. Erwin, sem tók upp símtali og lét WSJ fá upptökuna, segist gríðarlega vonsvikinn með tíðindin um að hætt hafi verið við þátttöku jólasveinanna. „Þetta var stærsta von okkar fyrir jólin 2020 og nú lítur út fyrir að það verði ekki af því,“ segir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi höfðu gagnrýnt fyrirhuguðu kynningarherferðina og sökuðu Trump-stjórnina um að misnota almannafé til að fjármagna dulbúinn stjórnmálaáróður rétt fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í næsta mánuði.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira