Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 12:09 Þór Ólafur Helgason, yfirvélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, til hægri. Efst á myndinni til vinstri má sjá Arnar Gunnar Hilmarsson, hásetann sem sagði frá bágum aðstæðum skipverja í gær. Vísir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við hópsmiti sem kom upp um borð í togaranum. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm manna áhöfn smitaðist af kórónuveirunni. Skipið var engu að síður áfram á sjó í þrjár vikur áður en það kom við í landi þar sem skipverjar fóru í sýnatöku um borð 18. október. Það hélt aftur út án þess að bíða eftir niðurstöðunum. Degi síðar var staðfest að smit væru um borð. Skipverjar fengu að fara í land á miðvikudag. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi hélt Arnar Gunnar Hilmarsson, 21 árs gamall háseti á togaranum, því fram að áhöfninni hafi verið sagt að halda áfram að vinna jafnvel eftir að staðfest var að skipverjar væru smitaðir. „Það alvarlegasta var að halda mönnum nauðugum við vinnu á meðan þeir voru veikir,“ sagði Arnar Gunnar við RÚV. Þór Ólafur Helgason, yfirvélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, vísar því á bug að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir. „Þetta var ekkert svona. Þetta eru ekki þrælabúðir. Það er enginn skikkaður í vinnu veikur. Ég varð ekki var við alla þessa fárveiku nema einn eða tvo og þeir voru inni og rekinn inn þessi sem var veikastur,“ segir Þór Ólafur við Vísi. Hann segist hafa á tilfinningunni að Arnar Gunnar segi ekki satt og rétt frá. „Menn voru ekki reknir út.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, baðst afsökunar á mistökum í viðbrögðum fyrirtækisins við hópsmitinu í yfirlýsingu í dag. Í viðtali við Vísi bar hann því meðal annars við að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki „þekkt“ Covid-19. Sveinn Geir Arnarsson skipstjóri vildi ekki tjá sig við Vísi í síðustu viku. Segir suma hafa haldið veikindum leyndum Sýni úr Þór Ólafi greindust neikvæð en mótefni fundust hins vegar gegn veirunni í blóði hans. Sjálfur segist hann hafa verið heppinn en kannast ekki við lýsingar annarra skipverja á aðstæðum um borð. „Að einhver hafi verið sendur út fárveikur er bull. Menn fengu að fara inn ef þeir voru veikir,“ staðhæfir hann. Í upphafi túrsins þegar skipverjar tóku að veikjast hafi þeir efast um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni og töldu líklegra að þær væru með flensu, að sögn Þórs Ólafs. Eftir á að hyggja segir hann líklega rétt að fara hefði átt með áhöfnina fyrr í sýnatöku. „Þetta er grafalvarlegur sjúkdómur en mér finnst að menn ættu að segja satt og rétt frá. Ekki búa til einhverjar svona æsifréttir og koma með eitthvað eins og þetta hafi verið svakalegur heragi,“ segir Þór Ólafur. Sumir skipverjanna sem voru með einkenni hafi talað um að þeir ætluðu ekki að láta vita af því vegna þess að þeir vildu ekki láta „loka sig inni“. Þeir hafi haldið áfram að vinna. „Þannig að það voru ekki allir sem voru að tilkynna skipstjóra að þeir væru veikir,“ segir Þór Ólafur. Hann segist hafa talað við vélstjóra sem umgengust háseta en þeir hafi ekki heyrt neikvæðar raddir um aðstæður þeirra um borð. Þær raddir hafi ekki heyrt fyrr en um það leyti sem komið var í land. „Kannski höfuð við verið alltof þögulir sem upplifðum þetta öðruvísi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn fóru um borð og tóku sýni úr áhöfn Júlíusar Geirmundssonar sunnudaginn 18. október. Degi síðar var staðfest að stór hluti áhafnarinnar væri með Covid-19.Vísir/Hafþór Sagt að gaspra ekki á samfélagsmiðlum Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt því fram á föstudag að skipstjóri hafi bannað áhöfninni að ræða veikindi sín við aðra en fjölskyldu. Þeir ættu ekki að tala um þau, hvorki á samfélagsmiðlum né við fjölmiðla. Þór Ólafur segist ekki geta sagt til um hvað skipstjórinn hafi sagt hásetum áður en þeir fóru í sýnatöku. „En hann sagði við mig: ekki vera að gaspra um þetta á fésinu, að við séum að koma í sýnatöku. En það var ekki bannað að hafa samband við fjölskyldu. Að gaspra um á fési og annað, það kannski telst mönnum að vera fjölmiðlabann, ég veit það ekki,“ segir yfirvélstjórinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við hópsmiti sem kom upp um borð í togaranum. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm manna áhöfn smitaðist af kórónuveirunni. Skipið var engu að síður áfram á sjó í þrjár vikur áður en það kom við í landi þar sem skipverjar fóru í sýnatöku um borð 18. október. Það hélt aftur út án þess að bíða eftir niðurstöðunum. Degi síðar var staðfest að smit væru um borð. Skipverjar fengu að fara í land á miðvikudag. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi hélt Arnar Gunnar Hilmarsson, 21 árs gamall háseti á togaranum, því fram að áhöfninni hafi verið sagt að halda áfram að vinna jafnvel eftir að staðfest var að skipverjar væru smitaðir. „Það alvarlegasta var að halda mönnum nauðugum við vinnu á meðan þeir voru veikir,“ sagði Arnar Gunnar við RÚV. Þór Ólafur Helgason, yfirvélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, vísar því á bug að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir. „Þetta var ekkert svona. Þetta eru ekki þrælabúðir. Það er enginn skikkaður í vinnu veikur. Ég varð ekki var við alla þessa fárveiku nema einn eða tvo og þeir voru inni og rekinn inn þessi sem var veikastur,“ segir Þór Ólafur við Vísi. Hann segist hafa á tilfinningunni að Arnar Gunnar segi ekki satt og rétt frá. „Menn voru ekki reknir út.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, baðst afsökunar á mistökum í viðbrögðum fyrirtækisins við hópsmitinu í yfirlýsingu í dag. Í viðtali við Vísi bar hann því meðal annars við að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki „þekkt“ Covid-19. Sveinn Geir Arnarsson skipstjóri vildi ekki tjá sig við Vísi í síðustu viku. Segir suma hafa haldið veikindum leyndum Sýni úr Þór Ólafi greindust neikvæð en mótefni fundust hins vegar gegn veirunni í blóði hans. Sjálfur segist hann hafa verið heppinn en kannast ekki við lýsingar annarra skipverja á aðstæðum um borð. „Að einhver hafi verið sendur út fárveikur er bull. Menn fengu að fara inn ef þeir voru veikir,“ staðhæfir hann. Í upphafi túrsins þegar skipverjar tóku að veikjast hafi þeir efast um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni og töldu líklegra að þær væru með flensu, að sögn Þórs Ólafs. Eftir á að hyggja segir hann líklega rétt að fara hefði átt með áhöfnina fyrr í sýnatöku. „Þetta er grafalvarlegur sjúkdómur en mér finnst að menn ættu að segja satt og rétt frá. Ekki búa til einhverjar svona æsifréttir og koma með eitthvað eins og þetta hafi verið svakalegur heragi,“ segir Þór Ólafur. Sumir skipverjanna sem voru með einkenni hafi talað um að þeir ætluðu ekki að láta vita af því vegna þess að þeir vildu ekki láta „loka sig inni“. Þeir hafi haldið áfram að vinna. „Þannig að það voru ekki allir sem voru að tilkynna skipstjóra að þeir væru veikir,“ segir Þór Ólafur. Hann segist hafa talað við vélstjóra sem umgengust háseta en þeir hafi ekki heyrt neikvæðar raddir um aðstæður þeirra um borð. Þær raddir hafi ekki heyrt fyrr en um það leyti sem komið var í land. „Kannski höfuð við verið alltof þögulir sem upplifðum þetta öðruvísi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn fóru um borð og tóku sýni úr áhöfn Júlíusar Geirmundssonar sunnudaginn 18. október. Degi síðar var staðfest að stór hluti áhafnarinnar væri með Covid-19.Vísir/Hafþór Sagt að gaspra ekki á samfélagsmiðlum Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt því fram á föstudag að skipstjóri hafi bannað áhöfninni að ræða veikindi sín við aðra en fjölskyldu. Þeir ættu ekki að tala um þau, hvorki á samfélagsmiðlum né við fjölmiðla. Þór Ólafur segist ekki geta sagt til um hvað skipstjórinn hafi sagt hásetum áður en þeir fóru í sýnatöku. „En hann sagði við mig: ekki vera að gaspra um þetta á fésinu, að við séum að koma í sýnatöku. En það var ekki bannað að hafa samband við fjölskyldu. Að gaspra um á fési og annað, það kannski telst mönnum að vera fjölmiðlabann, ég veit það ekki,“ segir yfirvélstjórinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55
Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57
Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04