Ný smit í Bandaríkjunum aldrei fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 07:49 Útbreiðsla faraldursins um Bandaríkin er sögð meiri nú en í fyrri toppum í sumar og vor. Það telja sérfræðingar að geri erfiðara að ná tökum á honum og skapa álag á heilbrigðiskerfið. Vísir/EPA Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar. Nýsmitin í gær voru rúmlega sex þúsund fleiri en nokkurn annan dag frá því að faraldurinn hóf innreið sína síðasta vetur. Fyrra met var rúmlega 78.840 manns 17. júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum Covid Tracking Project, sem tekur saman upplýsingar frá einstökum ríkjum Bandaríkjanna, hefur nú tæplega átta og hálf milljón manns smitast af veirunni. Fjöldi nýsmitaðra síðustu vikuna er nú rúmlega 441.500 manns og hefur smituðum ekki fjölgað svo mikið á einni viku frá því í júlí. Dauðsföllum vegna veirunnar fer einnig fjölgandi en er þó enn verulega undir þeim tvö þúsund dauðsföllum sem urðu á hverjum degi í apríl. Nú látast um þúsund manns úr veirunni á dag. Fjölgun nýsmitanna kom aðeins degi eftir að Donald Trump forseti hélt því enn og aftur fram í kappræðum forsetaframbjóðendanna að faraldurinn væri að fjara út og að aukin útbreiðsla á einstökum svæðum væri aftur að dvína á aðfaranótt föstudags. Washington Post segir að hætta sé á að álagið verði sjúkrahúsum í vestan- og miðvestanverðum Bandaríkjunum að ofurliði. Mannslátum gæti þá fjölgað. Sérfræðingar óttast skort á lyfjum og búnaði. Útbreiðsla veirunnar nú er sögð töluvert meiri um landið en þegar faraldurinn var í hámarki í sumar og vor. Innlögnum á sjúkrahús vegna veirunnar fer nú fjölgandi í 38 ríkjum af fimmtíu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar. Nýsmitin í gær voru rúmlega sex þúsund fleiri en nokkurn annan dag frá því að faraldurinn hóf innreið sína síðasta vetur. Fyrra met var rúmlega 78.840 manns 17. júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum Covid Tracking Project, sem tekur saman upplýsingar frá einstökum ríkjum Bandaríkjanna, hefur nú tæplega átta og hálf milljón manns smitast af veirunni. Fjöldi nýsmitaðra síðustu vikuna er nú rúmlega 441.500 manns og hefur smituðum ekki fjölgað svo mikið á einni viku frá því í júlí. Dauðsföllum vegna veirunnar fer einnig fjölgandi en er þó enn verulega undir þeim tvö þúsund dauðsföllum sem urðu á hverjum degi í apríl. Nú látast um þúsund manns úr veirunni á dag. Fjölgun nýsmitanna kom aðeins degi eftir að Donald Trump forseti hélt því enn og aftur fram í kappræðum forsetaframbjóðendanna að faraldurinn væri að fjara út og að aukin útbreiðsla á einstökum svæðum væri aftur að dvína á aðfaranótt föstudags. Washington Post segir að hætta sé á að álagið verði sjúkrahúsum í vestan- og miðvestanverðum Bandaríkjunum að ofurliði. Mannslátum gæti þá fjölgað. Sérfræðingar óttast skort á lyfjum og búnaði. Útbreiðsla veirunnar nú er sögð töluvert meiri um landið en þegar faraldurinn var í hámarki í sumar og vor. Innlögnum á sjúkrahús vegna veirunnar fer nú fjölgandi í 38 ríkjum af fimmtíu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira