Ætlar að færa eftirlit með pósti á Sauðárkrók Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 12:28 Sigurður Ingi Jóhannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra auk þess að vera formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur í hyggju að Byggðastofnun taki yfir póstmál, hlutverk sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur haft með að gera hingað til. Markmiðið er að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins. Drög að frumvarpi ráðherra hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að um sé að ræða breytingar á ýmsum lögum vegna tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar. Frestur til að senda inn umsögn rennur út 4. nóvember. Póst- og fjarskiptastofnun er staðsett á Suðurlandsbraut í Reykjavík og hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd fjarskipta, netöryggis og póstmála hér á landi. Byggðastofnun er á Sauðármýri á Sauðárkróki. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. „Með tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Byggðastofnunar er leitast við að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins, sem lýst er í lögum um póstþjónustu. Ýmis rök mæla með því að Byggðastofnun taki að sér verkefni póstmála, m.a. við að samhæfa betur byggðasjónarmið og póstmál,“ segir í tilkynningunni. Frumvarpið sé hluti af heildaryfirferð á lagaumhverfi PFS en stefnt er að því að það verði lagt fram samhliða frumvarpi til nýrra heildarlaga um Póst- og fjarskiptastofnun. Frumvarpið sé þó byggt upp með þeim hætti að það geti staðið sjálfstætt, þ.e. óháð fyrirhuguðum breytingum á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun. „Tilgangur frumvarpsins, sem samið var í samvinnu við PFS og Byggðastofnun, er að mæla fyrir um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að færa stjórnsýslu og eftirlit með póstþjónustu frá PFS til Byggðastofnunar. Markmiðið er að Byggðastofnun hafi sömu heimildir og skyldur og PFS fyrir tilfærsluna og að áfram verði tryggð hagkvæm, skilvirk og áreiðanleg póstþjónusta um land allt og til og frá landinu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Reykjavík Fjarskipti Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur í hyggju að Byggðastofnun taki yfir póstmál, hlutverk sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur haft með að gera hingað til. Markmiðið er að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins. Drög að frumvarpi ráðherra hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að um sé að ræða breytingar á ýmsum lögum vegna tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar. Frestur til að senda inn umsögn rennur út 4. nóvember. Póst- og fjarskiptastofnun er staðsett á Suðurlandsbraut í Reykjavík og hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd fjarskipta, netöryggis og póstmála hér á landi. Byggðastofnun er á Sauðármýri á Sauðárkróki. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. „Með tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Byggðastofnunar er leitast við að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins, sem lýst er í lögum um póstþjónustu. Ýmis rök mæla með því að Byggðastofnun taki að sér verkefni póstmála, m.a. við að samhæfa betur byggðasjónarmið og póstmál,“ segir í tilkynningunni. Frumvarpið sé hluti af heildaryfirferð á lagaumhverfi PFS en stefnt er að því að það verði lagt fram samhliða frumvarpi til nýrra heildarlaga um Póst- og fjarskiptastofnun. Frumvarpið sé þó byggt upp með þeim hætti að það geti staðið sjálfstætt, þ.e. óháð fyrirhuguðum breytingum á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun. „Tilgangur frumvarpsins, sem samið var í samvinnu við PFS og Byggðastofnun, er að mæla fyrir um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að færa stjórnsýslu og eftirlit með póstþjónustu frá PFS til Byggðastofnunar. Markmiðið er að Byggðastofnun hafi sömu heimildir og skyldur og PFS fyrir tilfærsluna og að áfram verði tryggð hagkvæm, skilvirk og áreiðanleg póstþjónusta um land allt og til og frá landinu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Reykjavík Fjarskipti Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira