Vinnuvernd í brennidepli Drífa Snædal skrifar 23. október 2020 12:00 Rafrænt þing ASÍ var haldið á miðvikudaginn þar sem stjórnarkjör fór fram og tvær ályktanir samþykktar. Ég vil byrja á því að þakka það traust sem mér er sýnt að leiða verkalýðshreyfinguna áfram næstu tvö árin og hlakka til samstarfsins við nýja miðstjórn ASÍ. Þá var varaforsetum fjölgað og eiga nú þrjár megin stoðir í hreyfingunni fulltrúa í varaforsetateyminu: Verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarfólk. Forystuna skipar fólk með reynslu og því er ekkert að vanbúnaði að halda ótrauð áfram í þeim stóru verkefnum sem bíða. Að innanbúðarmálum slepptum þá urðum við fyrir sorglegri áminningu í vikunni um mikilvægi vinnuverndar. Það var eitt af stærstu málum verkalýðshreyfingarinnar fyrr á tímum og er enn um víða veröld: Krafan um að vera örugg í vinnunni og koma örugg heim! Við þurfum greinilega að gefa í og til dæmis gera ákveðnum útgerðum grein fyrir því að heilsa og velferð starfsfólks á að vera í fyrirrúmi. Árangur sjómanna síðustu áratugi í slysavörnum er þeim til mikils sóma og það er ömurlegt að þurfa að heyja nú baráttu fyrir lágmarks sóttvörnum um borð í skipum. Krafan er augljóslega að þar til bær yfirvöld rannsaki hópsmitið um borð í Júlíusi Geirmundssyni og eftir atvikum dragi útgerðina til ábyrgðar fyrir að stofna heilsu sjómanna í hættu. Sem betur fer eru það sjaldgæfar fréttir að fólk látist við vinnu sína hér á landi en í gær varð banaslys í malarnámu við Lambafell þegar jarðýta féll fram af fjallsbrún. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð, það á enginn að þurfa að upplifa slíkt. Baráttan fyrir vinnuvernd er stöðug og brýn! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Rafrænt þing ASÍ var haldið á miðvikudaginn þar sem stjórnarkjör fór fram og tvær ályktanir samþykktar. Ég vil byrja á því að þakka það traust sem mér er sýnt að leiða verkalýðshreyfinguna áfram næstu tvö árin og hlakka til samstarfsins við nýja miðstjórn ASÍ. Þá var varaforsetum fjölgað og eiga nú þrjár megin stoðir í hreyfingunni fulltrúa í varaforsetateyminu: Verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarfólk. Forystuna skipar fólk með reynslu og því er ekkert að vanbúnaði að halda ótrauð áfram í þeim stóru verkefnum sem bíða. Að innanbúðarmálum slepptum þá urðum við fyrir sorglegri áminningu í vikunni um mikilvægi vinnuverndar. Það var eitt af stærstu málum verkalýðshreyfingarinnar fyrr á tímum og er enn um víða veröld: Krafan um að vera örugg í vinnunni og koma örugg heim! Við þurfum greinilega að gefa í og til dæmis gera ákveðnum útgerðum grein fyrir því að heilsa og velferð starfsfólks á að vera í fyrirrúmi. Árangur sjómanna síðustu áratugi í slysavörnum er þeim til mikils sóma og það er ömurlegt að þurfa að heyja nú baráttu fyrir lágmarks sóttvörnum um borð í skipum. Krafan er augljóslega að þar til bær yfirvöld rannsaki hópsmitið um borð í Júlíusi Geirmundssyni og eftir atvikum dragi útgerðina til ábyrgðar fyrir að stofna heilsu sjómanna í hættu. Sem betur fer eru það sjaldgæfar fréttir að fólk látist við vinnu sína hér á landi en í gær varð banaslys í malarnámu við Lambafell þegar jarðýta féll fram af fjallsbrún. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð, það á enginn að þurfa að upplifa slíkt. Baráttan fyrir vinnuvernd er stöðug og brýn! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar