Laug til að leyna óléttu á HM eftir að liðsfélagi kjaftaði frá Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 11:01 Camilla Herrem er ólétt á þessari mynd sem tekin var á HM 2017 þar sem hún vann silfur með Noregi. Getty/Axel Heimken Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira