Réttlætið er ekki einfalt Þröstur Friðfinnsson skrifar 23. október 2020 10:01 Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Byggðamál Alþingi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun