Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2020 21:31 Á brún Krýsuvíkurbjargs í dag. Þessi sprunga er aðeins nokkra tugi metra frá bílastæðinu við bjargið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við Hælsvík er bjargið 30 til 60 metra hátt og þar er helsti áningarstaður ferðamanna, sem koma til að sjá fuglabjargið og horfa út á hafið. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu þar upp bráðabirgðalokun í gærmorgun við nýja sprungu. Á 7-8 stöðum þar í kring hafa nýjar sprungur opnast og eldri stækkað eftir skjálftahrinuna í fyrradag. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hefur hrunið hér talsvert mikið úr berginu á mörgum stöðum og nýjar sprungur opnast,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, um leið og hann bendir á eina af sprungunum. „Gamlar sprungur sem hafa verið að myndast síðustu árin hafa gliðnað.“ Á nokkrum stöðum má sjá ný sár í bjarginu. Fyrir miðri mynd má sjá brúnt sár í bjarginu og nýfallna grjóthrúguna fyrir neðan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hafa hrunið hér niður á mörgum stöðum stórar og miklar fyllur. Það sem verra er: Hér er aðgengi flestra og þetta er alveg á bjargbrúninni og er mjög krítískt ástand, held ég, eins og staðan er núna. Enda er búið að bregðast við hér, svona fyrstu viðbrögð. En betur má ef duga skal og ljóst að það þarf að tryggja hér brúnina einhverja hundruð metra,“ segir Óskar. Varúðarskilti við Krýsuvíkurbjarg varar ferðamenn við bjargbrúninni bæði á íslensku og ensku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gamla varúðarskiltið á veginum að bílastæðinu er svo sannarlega enn í fullu gildi: „Varúð á bjargbrún,“ stendur þar. „Hér erum við að tala um tugi tonna af efni sem mun falla hér fram af berginu, bara í næsta skjálfta eða í þessum hræringum sem nú standa yfir." Þetta stykki klofnaði lengra frá berginu í skjálftanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óskar hefur ekki séð miklar breytingar á hverum við Krýsuvík nema í Engjahver, sem oft er nefndur Stórihver. „Það er alveg greinileg einhver aukning á virkni í honum. Það mátti sjá það að kvöldi skjálftadags að gufustrókurinn úr honum var miklu meiri heldur en að öllu jöfnu.“ Og fnykur stóð af sprengigígnum Grænavatni. Grænavatn við Krýsuvík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef aldrei fundið eins sterka brennisteinslykt á ævinni eins og var að kvöldi skjálftadags upp úr því vatni. En það kæmi mér nú ekki á óvart heldur ef það yrðu breytingar á vatnsstöðu Kleifarvatns. Það hefur gerst áður,“ segir landvörðurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00 Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við Hælsvík er bjargið 30 til 60 metra hátt og þar er helsti áningarstaður ferðamanna, sem koma til að sjá fuglabjargið og horfa út á hafið. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu þar upp bráðabirgðalokun í gærmorgun við nýja sprungu. Á 7-8 stöðum þar í kring hafa nýjar sprungur opnast og eldri stækkað eftir skjálftahrinuna í fyrradag. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hefur hrunið hér talsvert mikið úr berginu á mörgum stöðum og nýjar sprungur opnast,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, um leið og hann bendir á eina af sprungunum. „Gamlar sprungur sem hafa verið að myndast síðustu árin hafa gliðnað.“ Á nokkrum stöðum má sjá ný sár í bjarginu. Fyrir miðri mynd má sjá brúnt sár í bjarginu og nýfallna grjóthrúguna fyrir neðan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hafa hrunið hér niður á mörgum stöðum stórar og miklar fyllur. Það sem verra er: Hér er aðgengi flestra og þetta er alveg á bjargbrúninni og er mjög krítískt ástand, held ég, eins og staðan er núna. Enda er búið að bregðast við hér, svona fyrstu viðbrögð. En betur má ef duga skal og ljóst að það þarf að tryggja hér brúnina einhverja hundruð metra,“ segir Óskar. Varúðarskilti við Krýsuvíkurbjarg varar ferðamenn við bjargbrúninni bæði á íslensku og ensku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gamla varúðarskiltið á veginum að bílastæðinu er svo sannarlega enn í fullu gildi: „Varúð á bjargbrún,“ stendur þar. „Hér erum við að tala um tugi tonna af efni sem mun falla hér fram af berginu, bara í næsta skjálfta eða í þessum hræringum sem nú standa yfir." Þetta stykki klofnaði lengra frá berginu í skjálftanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óskar hefur ekki séð miklar breytingar á hverum við Krýsuvík nema í Engjahver, sem oft er nefndur Stórihver. „Það er alveg greinileg einhver aukning á virkni í honum. Það mátti sjá það að kvöldi skjálftadags að gufustrókurinn úr honum var miklu meiri heldur en að öllu jöfnu.“ Og fnykur stóð af sprengigígnum Grænavatni. Grænavatn við Krýsuvík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef aldrei fundið eins sterka brennisteinslykt á ævinni eins og var að kvöldi skjálftadags upp úr því vatni. En það kæmi mér nú ekki á óvart heldur ef það yrðu breytingar á vatnsstöðu Kleifarvatns. Það hefur gerst áður,“ segir landvörðurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00 Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00
Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31
Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52