Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2020 11:58 Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna málsins. Vísir/Baldur Hrafnkell Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu og eru tveir þeirra taldir hafa tengingu við hatursorðræðu. Eitt merkið er íslensk útgáfa af svokölluðum Thin Blue Line fána sem er tákn fyrir samstöðu lögreglumanna víða um heim. Á síðustu árum hefur merkið verið notað sem svar við Black lives Matter hreyfingunni. Þá var lögreglukonan með svokallaðan Vínlandsfána á vestinu sínu sem tekinn hefur verið upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Að auki er hauskúpa á þeim fána. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vera miður sín vegna málsins. Sérstaklega vegna Vínlandsfánans. Þegar málið kom upp hafi hann fengið sendar myndir af fánum frá lögreglumönnum sem hafi verið í besta felli umdeildir í það að vera algjörlega ósmekklegir. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja allar persónulegar merkingar af vestum sínum. Allsherjarnefnd tekur málið fyrir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kæmi á fund Allsherjar- og menntamálanefndar til að ræða rasisma innan lögreglunnar. Nefndin samþykkti að handa fundinn í morgun. Þá sagði Þórhildur á Alþingi í gær að það að lögreglukonan sjálf hefði sagt að merkin væru notuð af mörgum og að hún teldi þau ekki þýða neitt neikvætt benti til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki eða að rasismi og ofbeldisfull menning fengi að grassera innan lögreglunnar. Hljóðið þungt í lögreglumönnum Arinbjörn Snorrason, formaður Félags lögreglumanna í Reykjavík, segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum. Sérstaklega vegna ummæla Þórhildar Sunnu sem gefa til kynna að íslenskir lögreglumenn séu kynþáttahatarar í heild sinni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Það fellur mjög þungt og hljóð almennt í lögreglumönnum er á þann veg að viðkomandi ætti að hugsa sinn gang og jafnvel að segja af sér. Menn tala í þá áttina. Það að þessi merki hafi komið upp, þá hafa lögreglumenn verið með þetta af einum góðum hug og aldrei í mínum eyrum eða annara sem ég hef rætt við hefur verið talað um rasísk skilaboð, alls ekki,“ segir Arinbjörn. En það er ekki hægt að segja að Vínlandsfáninn sé ekki rasískur? „Það getur vel verið. Ég ber ekki nein svona merki sjálfur en ég held að þetta hafi allt verið gert með góðum hug. Ég held að menn taki þessu þannig að í upphafi hafi menn eða viðkomandi, ég veit ekki hvað þetta er víðtækt, þá hafi þetta verið gert með einhverjum skilningi um að þetta væri stuðningur eða stuðningsskilaboð um eitthvað gott málefni, en alls ekki að þetta væri merki um kynþáttahatur,“ segir Arinbjörn. Upplifir ekki rasisma innan lögreglunnar Erfitt sé að segja til um hvort einhverjir innan stéttarinnar séu rasistar. „Vegna þess að hvar liggja mörkin? Og það getur verið skoðun þín að einhver orð sem falla séu rasísk á meðan einhver annað túlkar þau öðruvísi. Það er erfitt að draga mörk um þessa hluti en ég upplifi það ekki,“ segir Arinbjörn. Uppfært klukkan 13:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í kjölfar viðtals fréttastofu við Arinbjörg það vera vonbrigði að sjá viðsnúning í málflutningi lörgeglunnar. „Ég var ánægð að sjá Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón fordæma þessi merki í gær, harma þessa uppákomu og lofa því að tekið yrði á þessum málum innan lögreglunnar. Því er mjög sorglegt að kollegi hans grafi undan þeim málflutningi með því að gera lítið úr alvarleika þessara merkja og mikilvægi þess að taka á málum sem þessum af festu,“ segir Þórhildur. Færslu hennar í heild má sjá að neðan: Um ákall formanns Félags lögreglumanna í Reykjavík um afsögn mína hef ég þetta að segja: Það eru vonbrigði að sjá þennan viðsnúning í málflutningi lögreglunnar á einum sólarhring. Ég var ánægð að sjá Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón fordæma þessi merki í gær, harma þessa uppákomu og lofa því að tekið yrði á þessum málum innan lögreglunnar. Því er mjög sorglegt að kollegi hans grafi undan þeim málflutningi með því að gera lítið úr alvarleika þessara merkja og mikilvægi þess að taka á málum sem þessum af festu. Svo það sé kristalskírt gaf ég aldrei „til kynna að íslenskir lögreglumenn séu kynþáttahatarar í heild sinni“ og ég hafna þessum málflutningi Arinbjörns Snorrasonar alfarið, enda grófur útúrsnúningur á orðum mínum. Hið rétta er að miðað við viðbrögð lögreglukonunnar sjálfrar, sem sagði: Að hún vissi ekki að þessi tákn stæðu fyrir kynþáttahatur Að hún hefði borið þessi merki í nokkur ár Að margir lögreglumenn bæru þessi merki Þá komst ég í ræðu minni í gær að eftirfarandi niðurstöðu: “[...] annaðhvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki eins og Vínlandsfánann og „Punisher“, eða refsaramerkið, nú eða það sem verra væri, að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Hvort tveggja er óásættanleg staða. Ég mun því óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til að sporna við honum.” Umræðan síðasta sólarhringinn hefur opnað á mikilvægt tækifæri til að ræða störf lögreglunnar. Heilindi hennar verða að vera yfir allan vafa hafinn og opin og hreinskiptin umræða um mögulegan rasisma og/eða fordóma innan lögreglunnar og viðbrögð við honum eru ekki síst lögreglunni til hagsbóta. Enda hefur lögreglan meðal annars það mikilvæga hlutverk að afla trausts meðal viðkvæmra hópa sem eiga á hættu að verða fyrir hatursglæpum. Ég vitna í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lektors í lögreglufræðum sem sagði í samtali við Fréttablaðið að hún óttist „að ljósmynd sem sýni lögreglumann bera merkingar með tengingar við öfgahópa og kynþáttahyggju geti alið á ótta meðal minnihlutahópa og grafið undan trausti þeirra gagnvart lögreglu. Mikilvægt sé að gæta þess að svipuð mál komi ekki upp aftur.“ Að gera lítið úr alvarleika svona merkja og segja að þau hljóti að standa fyrir gott málefni jafngildir því að neita að viðurkenna alvarleika málsins og er ekki líklegt til að koma í veg fyrir að svona mál komi upp aftur. Í hnotskurn horfir þetta mál við mér þannig að lögreglan skuldi almenningi efnislega útskýringu á því fyrir hvað Vínlandsfánninn með Punishermerkingunni táknar og af hverju hann er á búningum lögreglu á íslandi. Þetta mál snýst ekki um „við gegn þeim,“ þetta snýst um að lögreglan sé órjúfanlegur hluti af samfélagi okkar allra, líka þeirra sem svona merkingum hefur verið beint gegn. Nú er ekki tíminn til að pakka í vörn heldur fara af auðmýkt inn í opið og heiðarlegt samtal við almenning um mögulegan rasisma og/eða fordóma innan lögreglunnar og viðbrögð við honum. Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu og eru tveir þeirra taldir hafa tengingu við hatursorðræðu. Eitt merkið er íslensk útgáfa af svokölluðum Thin Blue Line fána sem er tákn fyrir samstöðu lögreglumanna víða um heim. Á síðustu árum hefur merkið verið notað sem svar við Black lives Matter hreyfingunni. Þá var lögreglukonan með svokallaðan Vínlandsfána á vestinu sínu sem tekinn hefur verið upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Að auki er hauskúpa á þeim fána. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vera miður sín vegna málsins. Sérstaklega vegna Vínlandsfánans. Þegar málið kom upp hafi hann fengið sendar myndir af fánum frá lögreglumönnum sem hafi verið í besta felli umdeildir í það að vera algjörlega ósmekklegir. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja allar persónulegar merkingar af vestum sínum. Allsherjarnefnd tekur málið fyrir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kæmi á fund Allsherjar- og menntamálanefndar til að ræða rasisma innan lögreglunnar. Nefndin samþykkti að handa fundinn í morgun. Þá sagði Þórhildur á Alþingi í gær að það að lögreglukonan sjálf hefði sagt að merkin væru notuð af mörgum og að hún teldi þau ekki þýða neitt neikvætt benti til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki eða að rasismi og ofbeldisfull menning fengi að grassera innan lögreglunnar. Hljóðið þungt í lögreglumönnum Arinbjörn Snorrason, formaður Félags lögreglumanna í Reykjavík, segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum. Sérstaklega vegna ummæla Þórhildar Sunnu sem gefa til kynna að íslenskir lögreglumenn séu kynþáttahatarar í heild sinni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Það fellur mjög þungt og hljóð almennt í lögreglumönnum er á þann veg að viðkomandi ætti að hugsa sinn gang og jafnvel að segja af sér. Menn tala í þá áttina. Það að þessi merki hafi komið upp, þá hafa lögreglumenn verið með þetta af einum góðum hug og aldrei í mínum eyrum eða annara sem ég hef rætt við hefur verið talað um rasísk skilaboð, alls ekki,“ segir Arinbjörn. En það er ekki hægt að segja að Vínlandsfáninn sé ekki rasískur? „Það getur vel verið. Ég ber ekki nein svona merki sjálfur en ég held að þetta hafi allt verið gert með góðum hug. Ég held að menn taki þessu þannig að í upphafi hafi menn eða viðkomandi, ég veit ekki hvað þetta er víðtækt, þá hafi þetta verið gert með einhverjum skilningi um að þetta væri stuðningur eða stuðningsskilaboð um eitthvað gott málefni, en alls ekki að þetta væri merki um kynþáttahatur,“ segir Arinbjörn. Upplifir ekki rasisma innan lögreglunnar Erfitt sé að segja til um hvort einhverjir innan stéttarinnar séu rasistar. „Vegna þess að hvar liggja mörkin? Og það getur verið skoðun þín að einhver orð sem falla séu rasísk á meðan einhver annað túlkar þau öðruvísi. Það er erfitt að draga mörk um þessa hluti en ég upplifi það ekki,“ segir Arinbjörn. Uppfært klukkan 13:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í kjölfar viðtals fréttastofu við Arinbjörg það vera vonbrigði að sjá viðsnúning í málflutningi lörgeglunnar. „Ég var ánægð að sjá Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón fordæma þessi merki í gær, harma þessa uppákomu og lofa því að tekið yrði á þessum málum innan lögreglunnar. Því er mjög sorglegt að kollegi hans grafi undan þeim málflutningi með því að gera lítið úr alvarleika þessara merkja og mikilvægi þess að taka á málum sem þessum af festu,“ segir Þórhildur. Færslu hennar í heild má sjá að neðan: Um ákall formanns Félags lögreglumanna í Reykjavík um afsögn mína hef ég þetta að segja: Það eru vonbrigði að sjá þennan viðsnúning í málflutningi lögreglunnar á einum sólarhring. Ég var ánægð að sjá Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón fordæma þessi merki í gær, harma þessa uppákomu og lofa því að tekið yrði á þessum málum innan lögreglunnar. Því er mjög sorglegt að kollegi hans grafi undan þeim málflutningi með því að gera lítið úr alvarleika þessara merkja og mikilvægi þess að taka á málum sem þessum af festu. Svo það sé kristalskírt gaf ég aldrei „til kynna að íslenskir lögreglumenn séu kynþáttahatarar í heild sinni“ og ég hafna þessum málflutningi Arinbjörns Snorrasonar alfarið, enda grófur útúrsnúningur á orðum mínum. Hið rétta er að miðað við viðbrögð lögreglukonunnar sjálfrar, sem sagði: Að hún vissi ekki að þessi tákn stæðu fyrir kynþáttahatur Að hún hefði borið þessi merki í nokkur ár Að margir lögreglumenn bæru þessi merki Þá komst ég í ræðu minni í gær að eftirfarandi niðurstöðu: “[...] annaðhvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki eins og Vínlandsfánann og „Punisher“, eða refsaramerkið, nú eða það sem verra væri, að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Hvort tveggja er óásættanleg staða. Ég mun því óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til að sporna við honum.” Umræðan síðasta sólarhringinn hefur opnað á mikilvægt tækifæri til að ræða störf lögreglunnar. Heilindi hennar verða að vera yfir allan vafa hafinn og opin og hreinskiptin umræða um mögulegan rasisma og/eða fordóma innan lögreglunnar og viðbrögð við honum eru ekki síst lögreglunni til hagsbóta. Enda hefur lögreglan meðal annars það mikilvæga hlutverk að afla trausts meðal viðkvæmra hópa sem eiga á hættu að verða fyrir hatursglæpum. Ég vitna í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lektors í lögreglufræðum sem sagði í samtali við Fréttablaðið að hún óttist „að ljósmynd sem sýni lögreglumann bera merkingar með tengingar við öfgahópa og kynþáttahyggju geti alið á ótta meðal minnihlutahópa og grafið undan trausti þeirra gagnvart lögreglu. Mikilvægt sé að gæta þess að svipuð mál komi ekki upp aftur.“ Að gera lítið úr alvarleika svona merkja og segja að þau hljóti að standa fyrir gott málefni jafngildir því að neita að viðurkenna alvarleika málsins og er ekki líklegt til að koma í veg fyrir að svona mál komi upp aftur. Í hnotskurn horfir þetta mál við mér þannig að lögreglan skuldi almenningi efnislega útskýringu á því fyrir hvað Vínlandsfánninn með Punishermerkingunni táknar og af hverju hann er á búningum lögreglu á íslandi. Þetta mál snýst ekki um „við gegn þeim,“ þetta snýst um að lögreglan sé órjúfanlegur hluti af samfélagi okkar allra, líka þeirra sem svona merkingum hefur verið beint gegn. Nú er ekki tíminn til að pakka í vörn heldur fara af auðmýkt inn í opið og heiðarlegt samtal við almenning um mögulegan rasisma og/eða fordóma innan lögreglunnar og viðbrögð við honum.
Um ákall formanns Félags lögreglumanna í Reykjavík um afsögn mína hef ég þetta að segja: Það eru vonbrigði að sjá þennan viðsnúning í málflutningi lögreglunnar á einum sólarhring. Ég var ánægð að sjá Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón fordæma þessi merki í gær, harma þessa uppákomu og lofa því að tekið yrði á þessum málum innan lögreglunnar. Því er mjög sorglegt að kollegi hans grafi undan þeim málflutningi með því að gera lítið úr alvarleika þessara merkja og mikilvægi þess að taka á málum sem þessum af festu. Svo það sé kristalskírt gaf ég aldrei „til kynna að íslenskir lögreglumenn séu kynþáttahatarar í heild sinni“ og ég hafna þessum málflutningi Arinbjörns Snorrasonar alfarið, enda grófur útúrsnúningur á orðum mínum. Hið rétta er að miðað við viðbrögð lögreglukonunnar sjálfrar, sem sagði: Að hún vissi ekki að þessi tákn stæðu fyrir kynþáttahatur Að hún hefði borið þessi merki í nokkur ár Að margir lögreglumenn bæru þessi merki Þá komst ég í ræðu minni í gær að eftirfarandi niðurstöðu: “[...] annaðhvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki eins og Vínlandsfánann og „Punisher“, eða refsaramerkið, nú eða það sem verra væri, að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Hvort tveggja er óásættanleg staða. Ég mun því óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til að sporna við honum.” Umræðan síðasta sólarhringinn hefur opnað á mikilvægt tækifæri til að ræða störf lögreglunnar. Heilindi hennar verða að vera yfir allan vafa hafinn og opin og hreinskiptin umræða um mögulegan rasisma og/eða fordóma innan lögreglunnar og viðbrögð við honum eru ekki síst lögreglunni til hagsbóta. Enda hefur lögreglan meðal annars það mikilvæga hlutverk að afla trausts meðal viðkvæmra hópa sem eiga á hættu að verða fyrir hatursglæpum. Ég vitna í orð Eyrúnar Eyþórsdóttur, lektors í lögreglufræðum sem sagði í samtali við Fréttablaðið að hún óttist „að ljósmynd sem sýni lögreglumann bera merkingar með tengingar við öfgahópa og kynþáttahyggju geti alið á ótta meðal minnihlutahópa og grafið undan trausti þeirra gagnvart lögreglu. Mikilvægt sé að gæta þess að svipuð mál komi ekki upp aftur.“ Að gera lítið úr alvarleika svona merkja og segja að þau hljóti að standa fyrir gott málefni jafngildir því að neita að viðurkenna alvarleika málsins og er ekki líklegt til að koma í veg fyrir að svona mál komi upp aftur. Í hnotskurn horfir þetta mál við mér þannig að lögreglan skuldi almenningi efnislega útskýringu á því fyrir hvað Vínlandsfánninn með Punishermerkingunni táknar og af hverju hann er á búningum lögreglu á íslandi. Þetta mál snýst ekki um „við gegn þeim,“ þetta snýst um að lögreglan sé órjúfanlegur hluti af samfélagi okkar allra, líka þeirra sem svona merkingum hefur verið beint gegn. Nú er ekki tíminn til að pakka í vörn heldur fara af auðmýkt inn í opið og heiðarlegt samtal við almenning um mögulegan rasisma og/eða fordóma innan lögreglunnar og viðbrögð við honum.
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51
„Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30