Katrín hefur ferðast til rúmlega 220 landa og ætlar að klára rest Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 13:31 Katrín Sif Einarsdóttir ætlar sér til allra landa í heiminum. Katrín Sif Einarsdóttir er væntanlega víðförlasti Íslendingurinn og hefur hún ferðast til 220 landa. Hún ætlar sér að klára þau 25 sem eftir eru. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Núna er ég á Íslandi og er í sóttkví,“ segir Katrín og hlær. „Ég var að koma frá Eistlandi og var þar með kokkaliði sem var að keppa í kokkakeppni. Ég fékk að koma með sem svona stuðningsmaður númer eitt.“ Samkvæmt formlegum skráningum eru bara til 195 lönd í heiminum en það er skilgreiningaratriði og eru þau í raun fleiri. „Ég stefni á að fara til um 25 landa til viðbótar. Ég er dugleg að ferðast bara með bakpoka og tjalda jafnvel sum staðar. Ég er ekki að eyða miklum peningi í gistingu og oft ferðast ég á milli landa með rútu eða fer bara á puttanum.“ Hún segir að það sé alltaf ódýrara að vera erlendis en á Íslandi. Þúsund krónur á dag „Matskostnaðurinn og smáhlutir, þetta fer svo hratt upp heima en úti get ég alveg lifað á þúsund krónum á dag fyrir þrjár máltíðir.“ Hún segist alveg hafa lent í einhverri hættu á þessum mikla ferðalagi um heiminn. „Það getur verið hættulegt að vera alls staðar og það hefur aldrei stoppað mig. Það sem stoppar mig er bara einfaldlega að komast á staðinn. Ég hef t.d. komið til Norður-Kóreu og það er ekki erfitt að komast þangað. Það var samt pínu ógnvekjandi til að byrja með að vera þar en svo þegar maður var búin að átta sig var þetta ekkert mál og ég var líklega öruggasta konan í landinu, því það eru allir að fylgjast með þér og horfa á þig og því getur ekkert gerst fyrir þig,“ segir Katrín sem hefur farið til hættulegustu landa heims. „Það er alltaf hægt að finna staði í þessum löndum sem eru ekkert hættulegir og ég hef mikið til verið upp í sveit t.d. í Afganistan,“ segir Katrín sem hefur meðal annars komið til Sádí-Arabíu, Súdan, Nígeríu, Sómalíu og fleiri landa. Hennar uppáhalds land er einfaldlega Ísland en hún er einnig mjög hrifin af Argentínu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Katrínu. Ferðalög Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Katrín Sif Einarsdóttir er væntanlega víðförlasti Íslendingurinn og hefur hún ferðast til 220 landa. Hún ætlar sér að klára þau 25 sem eftir eru. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Núna er ég á Íslandi og er í sóttkví,“ segir Katrín og hlær. „Ég var að koma frá Eistlandi og var þar með kokkaliði sem var að keppa í kokkakeppni. Ég fékk að koma með sem svona stuðningsmaður númer eitt.“ Samkvæmt formlegum skráningum eru bara til 195 lönd í heiminum en það er skilgreiningaratriði og eru þau í raun fleiri. „Ég stefni á að fara til um 25 landa til viðbótar. Ég er dugleg að ferðast bara með bakpoka og tjalda jafnvel sum staðar. Ég er ekki að eyða miklum peningi í gistingu og oft ferðast ég á milli landa með rútu eða fer bara á puttanum.“ Hún segir að það sé alltaf ódýrara að vera erlendis en á Íslandi. Þúsund krónur á dag „Matskostnaðurinn og smáhlutir, þetta fer svo hratt upp heima en úti get ég alveg lifað á þúsund krónum á dag fyrir þrjár máltíðir.“ Hún segist alveg hafa lent í einhverri hættu á þessum mikla ferðalagi um heiminn. „Það getur verið hættulegt að vera alls staðar og það hefur aldrei stoppað mig. Það sem stoppar mig er bara einfaldlega að komast á staðinn. Ég hef t.d. komið til Norður-Kóreu og það er ekki erfitt að komast þangað. Það var samt pínu ógnvekjandi til að byrja með að vera þar en svo þegar maður var búin að átta sig var þetta ekkert mál og ég var líklega öruggasta konan í landinu, því það eru allir að fylgjast með þér og horfa á þig og því getur ekkert gerst fyrir þig,“ segir Katrín sem hefur farið til hættulegustu landa heims. „Það er alltaf hægt að finna staði í þessum löndum sem eru ekkert hættulegir og ég hef mikið til verið upp í sveit t.d. í Afganistan,“ segir Katrín sem hefur meðal annars komið til Sádí-Arabíu, Súdan, Nígeríu, Sómalíu og fleiri landa. Hennar uppáhalds land er einfaldlega Ísland en hún er einnig mjög hrifin af Argentínu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Katrínu.
Ferðalög Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira