Bóluefni hjá heilsugæslunni nánast búið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2020 09:01 Fólk bíður þess að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd klukkan tíu í morgun. Vísir/Vilhelm Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Bóluefni er til á stöðvum fyrir þá sem þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsmenn Vinnuverndar og þeir sem mæta í sprautu eru með grímu enda tekst ekki að viðhalda tveggja metra fjarlægð við bólusetningu.Vísir/Vilhelm Myndin að ofan var tekin klukkan hálf níu í morgun en þá voru um fimmtíu manns í röð, í kulda og rigningu, eftir að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd. Um er að ræða starfsfólk einstakra fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum upp á bólusetningu. Apótekin bjóða sömuleiðis upp á bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu, þeirra á meðal Lyfja bæði í Lágmúla og á Smáratorgi. Nokkur verðmunur er á bólusetningu hjá apótekunum og heilsugæslunni. Þannig kostar bólusetning hjá Lyfju sem dæmi 3490 krónur en 2290 krónur fyrir öryrkja og eldri borgara. Fyrirtæki sem hafa keypt bólusetningu gegn inflúensu fyrir starfsfólk sitt senda það á Smáratorg 1. Þar myndaðist mjög löng röð strax þegar opnað var klukkan 8:15 í morgun.Vísir/HMP Hjá heilsugæslunni greiðir fólk 700 krónur í komugjald en ókeypis er fyrir eldri borgara og öryrkja. Fram kom á heimasíðu Heilsugæslunnar í morgun að bóluefni væri uppurið. Þær upplýsingar hafa verið uppfærðar og segir þar nú: Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftirspurnin væri afar mikil í ár. Pantað hefði verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár. Pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé. Karlmaður bólusettur í morgun.Vísir/Vilhelm Að sögn Sigríðar Dóru verða pantaðir fleiri skammtar á næsta ári. Hún velti því upp í fréttum Stöðvar 2 í gær hvort heilsugæslan gæti keypt bóluefnið af lyfjafyrirtækjunum til að tryggja að fólk í áhættuhópum fengi bólusetningu. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Fréttin var uppfærð eftir að þær Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu áréttaði að þeir sem ættu pantaðan tíma fengu bólusetningar. Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Bóluefni er til á stöðvum fyrir þá sem þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsmenn Vinnuverndar og þeir sem mæta í sprautu eru með grímu enda tekst ekki að viðhalda tveggja metra fjarlægð við bólusetningu.Vísir/Vilhelm Myndin að ofan var tekin klukkan hálf níu í morgun en þá voru um fimmtíu manns í röð, í kulda og rigningu, eftir að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd. Um er að ræða starfsfólk einstakra fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum upp á bólusetningu. Apótekin bjóða sömuleiðis upp á bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu, þeirra á meðal Lyfja bæði í Lágmúla og á Smáratorgi. Nokkur verðmunur er á bólusetningu hjá apótekunum og heilsugæslunni. Þannig kostar bólusetning hjá Lyfju sem dæmi 3490 krónur en 2290 krónur fyrir öryrkja og eldri borgara. Fyrirtæki sem hafa keypt bólusetningu gegn inflúensu fyrir starfsfólk sitt senda það á Smáratorg 1. Þar myndaðist mjög löng röð strax þegar opnað var klukkan 8:15 í morgun.Vísir/HMP Hjá heilsugæslunni greiðir fólk 700 krónur í komugjald en ókeypis er fyrir eldri borgara og öryrkja. Fram kom á heimasíðu Heilsugæslunnar í morgun að bóluefni væri uppurið. Þær upplýsingar hafa verið uppfærðar og segir þar nú: Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftirspurnin væri afar mikil í ár. Pantað hefði verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár. Pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé. Karlmaður bólusettur í morgun.Vísir/Vilhelm Að sögn Sigríðar Dóru verða pantaðir fleiri skammtar á næsta ári. Hún velti því upp í fréttum Stöðvar 2 í gær hvort heilsugæslan gæti keypt bóluefnið af lyfjafyrirtækjunum til að tryggja að fólk í áhættuhópum fengi bólusetningu. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Fréttin var uppfærð eftir að þær Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu áréttaði að þeir sem ættu pantaðan tíma fengu bólusetningar.
Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist.
Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30