Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2020 10:39 Jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík er skammt frá upptökum stóra skjálftans í gær. Vísir/Vilhelm Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að stóra skjálftanum í gær fylgi fleiri skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Klukkan 10:14 í morgun varð skjálfti að stærð 3,1 sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir. Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök hans 4,5 kílómetra austur af Keili. Skjálftinn er einn af hátt í 2000 eftirskjálftum stórs jarðskjálfta sem reið yfir Reykjanesskagann klukkan 13:43 í gær. Hann var 5,6 að stærð og voru upptök hans voru í Núpshlíðarhálsi. Skjálftinn fannst vel víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst í skjálftahrinunni sem hófst í gær á Reykjanesskaga. Hrinunni er ekki lokið og nú í...Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, October 21, 2020 Frá miðnætti hafa orðið á milli 700 og 800 eftirskjálftar. Tveir snarpir skjálftar urðu með kortersmillibili á sjöunda tímanum í morgun og fundust þeir meðal annars alla leið upp í Borgarfjörð. Sá fyrri sem varð klukkan 06:05 mældist 3,7 og sá síðari sem varð klukkan 06:23 mældist 3,8. Stærsti eftirskjálftinn hingað til var laust fyrir klukkan hálffjögur í gær og var hann fjórir að stærð. Svona hrinur taka nokkra daga, jafnvel vikur „Það hefur verið nokkur virkni og hún kemur í hviðum. Það virðist aðeins vera að hægja á en maður veit samt aldrei,“ segir Sigríður Magnea í viðtali við Vísi. Hún segir meirihlutann af eftirskjálftunum vera við Fagradalsfjall sem er aðeins vestar en Núpshlíðarháls. „Það er erfitt að spá með þessa skjálfta en ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ekki hægt að útiloka að það verði aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Svona hrinur þær taka venjulega nokkra daga, jafnvel vikur, eftir svona stóra skjálfta þannig að það gildir bara áfram að fólk hugi vel að innanstokksmunum og kynni sér viðbúnað vegna jarðskjálfta og viðbrögð líka sem finna má inni á heimasíðu almannavarna,“ segir Sigríður. Ekki eru nein merki um gosóróa á skjálftasvæðinu að sögn Sigríðar. Spurð út í fréttir af því að fólk hafi fundið gaslykt aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi bendir Sigríður á að þarna rétt hjá sé jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. „Þar er mikill jarðhiti, bara yfirborðsvirkni. Það er ekkert óeðlilegt þegar jörðin hristist svona mikið þá losni svolítið um í jarðlögunum og þá geti jarðhitavirknin aukist að einhverju leyti og þar af leiðandi geti fólk fundið frekar gaslykt. Þetta tengist bara hreyfingunum í jarðskorpunni,“ segir Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að stóra skjálftanum í gær fylgi fleiri skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Klukkan 10:14 í morgun varð skjálfti að stærð 3,1 sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir. Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök hans 4,5 kílómetra austur af Keili. Skjálftinn er einn af hátt í 2000 eftirskjálftum stórs jarðskjálfta sem reið yfir Reykjanesskagann klukkan 13:43 í gær. Hann var 5,6 að stærð og voru upptök hans voru í Núpshlíðarhálsi. Skjálftinn fannst vel víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst í skjálftahrinunni sem hófst í gær á Reykjanesskaga. Hrinunni er ekki lokið og nú í...Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, October 21, 2020 Frá miðnætti hafa orðið á milli 700 og 800 eftirskjálftar. Tveir snarpir skjálftar urðu með kortersmillibili á sjöunda tímanum í morgun og fundust þeir meðal annars alla leið upp í Borgarfjörð. Sá fyrri sem varð klukkan 06:05 mældist 3,7 og sá síðari sem varð klukkan 06:23 mældist 3,8. Stærsti eftirskjálftinn hingað til var laust fyrir klukkan hálffjögur í gær og var hann fjórir að stærð. Svona hrinur taka nokkra daga, jafnvel vikur „Það hefur verið nokkur virkni og hún kemur í hviðum. Það virðist aðeins vera að hægja á en maður veit samt aldrei,“ segir Sigríður Magnea í viðtali við Vísi. Hún segir meirihlutann af eftirskjálftunum vera við Fagradalsfjall sem er aðeins vestar en Núpshlíðarháls. „Það er erfitt að spá með þessa skjálfta en ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ekki hægt að útiloka að það verði aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Svona hrinur þær taka venjulega nokkra daga, jafnvel vikur, eftir svona stóra skjálfta þannig að það gildir bara áfram að fólk hugi vel að innanstokksmunum og kynni sér viðbúnað vegna jarðskjálfta og viðbrögð líka sem finna má inni á heimasíðu almannavarna,“ segir Sigríður. Ekki eru nein merki um gosóróa á skjálftasvæðinu að sögn Sigríðar. Spurð út í fréttir af því að fólk hafi fundið gaslykt aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi bendir Sigríður á að þarna rétt hjá sé jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. „Þar er mikill jarðhiti, bara yfirborðsvirkni. Það er ekkert óeðlilegt þegar jörðin hristist svona mikið þá losni svolítið um í jarðlögunum og þá geti jarðhitavirknin aukist að einhverju leyti og þar af leiðandi geti fólk fundið frekar gaslykt. Þetta tengist bara hreyfingunum í jarðskorpunni,“ segir Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira