Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 22:33 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og William Barr, dómsmálaráðherra. Barr hefur verið gagnrýndur fyrir að beita sér í þágu Trump og nú hefur forsetinn krafist þess að Barr hefji rannsókn á mótframbjóðanda sínum. AP/Evan Vucci Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump, og syni hans Hunter Biden. Einungis tvær vikur eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum og er staða Trump ekki góð, miðað við kannanir. Forsetinn segir að Barr þurfi að hefja rannsókn fyrir kosningarnar. „Við þurfum að fá dómsmálaráðherrann til að grípa til aðgerða,“ sagði Trump í viðtali á Fox í dag. „Hann þarf að bregðast við og það hratt. Hann verður að skipa einhvern. Þetta er umfangsmikil spilling og það verður að koma upp á yfirborðið fyrir kosningarnar.“ "The attorney general has to act" -- Trump pleads with Bill Barr to do something to hurt Joe Biden pic.twitter.com/Bco8fTveEf— Aaron Rupar (@atrupar) October 20, 2020 AP fréttaveitan segir að ef Barr verður af kröfum forsetans yrðu það fordæmalaus afskipti dómsmálaráðuneytisins af kosningum í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn ráðuneytisins hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Fréttaveitan segir einnig að Trump hafi reynt að beita stofnunum ríkisins í kosningabaráttu sinni. Hann hafi orðið reiður yfir því að embættismenn þar dragi lappirnar í því að láta eftir kröfum hans. Trump hefur verið stóryrtur í garð Joe Biden og sonar hans um langt skeið og ítrekað sakað þá um alvarlega glæpi. Hann hefur þó enn ekki sagt hvaða glæpi Joe Biden á að hafa framið. Byggir á umdeildri frétt Sér til stuðnings hefur Trump vísað til umdeildrar fréttar New York Post sem birt var í síðustu viku. Sú frétt fjallar um tölvupóst sem Hunter Biden á að hafa fengið frá stjórnarmanni í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma Holdings. Hunter Biden var einnig í stjórn þess fyrirtækis. Í þessum tölvupósti á maðurinn að hafa þakkað Hunter fyrir að veita honum tækifæri til að hitta föður hans. Tölvupósturinn er sagður koma úr tölvu Hunter Biden sem hann á að hafa farið með í viðgerð í Delaware og aldrei sótt. Eigandi viðkomandi tölvuþjónustu á að hafa tekið afrit af hörðum diski tölvunnar og komið til Rudy Giulianis, einkalögmanns Trump. Sjá einnig: Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Framboð Biden segir að dagskrá hans sýni að enginn slíkur fundur hafi farið fram. Engar vísbendingar um spillingu Biden Hér er vert að taka fram að engar sannanir hafa litið dagsins ljós um að Joe Biden hafi gert nokkuð rangt eða ólöglegt í tengslum við störf hans og Úkraínu. Samsæriskenningar þessar snúast um það að Biden hafi þrýst á stjórnvöld í Úkraínu um að víkja saksóknaranum Viktor Sjokín úr embætti á árunum 2015 og 2016. Ef það yrði ekki gert, myndi ríkisstjórn Obama ekki styðja Úkraínu lengur. Úkraína átti þá og á enn í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Joe Biden ræddi málið á fundi í fyrra og stærði sig af því að ráðamenn í Úkraínu hafi svo rekið Sjokín árið 2016. Russia Today, fjölmiðill í eigu stjórnvalda Rússlands, dreifði myndbandi af ummælum Biden. Hefur því verið haldið fram að ummæli Biden séu til marks um spillingu hans því Sjokín hafi verið að rannsaka úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings. Hunter Biden var þá í stjórn þess fyrirtækis. Viktor Sjokín, fyrrverandi ríkissaksóknari Úkraínu. Hann þótti ekki berjast nægilega gegn spillingu í landinu og kröfðust bakhjarlar Úkraínu þess að honum yrði vikið úr starfi.EPA/ROMAN PILIPEY Burisma hagnaðist ekki á brottrekstri Sjokín Hið rétta er að Biden þrýsti á Úkraínumenn að reka Sjokín því saksóknarinn þótti ekki ganga nógu hart fram gegn spillingu í Úkraínu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarra bakhjarla Úkraínu á þeim tíma, kröfðust þess einnig að Sjokín, sem var í rauninni ekki að rannsaka spillingu hjá Burisma Holdings, yrði vikið úr starfi. Þar að auki var það ekki ákvörðun Biden að þrýsta á Úkraínumenn. Hann var sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og var að framfylgja utanríkisstefnu hans. Aðgerðir Biden voru þar að auki studdar af þingmönnum Repúblikanaflokksins. Þetta hefur ítrekað verið bent á og bæði yfirvöld í Úkraínu og þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa rannsakað ásakanirnar gegn Joe Biden í tveimur þingnefndum. Í þeim rannsóknum fundust engar sannanir fyrir spillingu, þó gagnrýndi heimavarnanefnd öldungadeildarinnar Hunter Biden fyrir að notfæra sér nafn sitt og föður sinn til að ná ábatasömum viðskiptasamningum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot í byrjun ársins. Það var eftir að hann reyndi að þvinga Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forseta Úkraínu, til að tilkynna opinberlega að hefja ætti rannsókn á meintri spillingu Joe Biden í Úkraínu. Til þess að þrýsta á Zelenskíj stöðvaði Trump afhendingu neyðaraðstoðar til Úkraínu sem þingið hafði þegar samþykkt að veita. Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Undanfarin misseri hefur Trump verið sakaður um að beita ríkinu í í kosningabaráttu sinni. Hann hefur til að mynda haldið kosningafundi á lóð Hvíta hússins og fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), sakaði hann og John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, um að opinbera sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Sjá einnig: Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump Ekki er langt síðan saksóknari sem William Barr skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn. Hann fann engin ummerki þess að embættismenn hafi brotið af sér í starfi, né að glæpur hafi verið framinn. Joe Biden er í betri stöðu en Trump ef marka má kannanir vestanhafs.AP/Carolyn Kaster Önnur rannsókn sem snýr að uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, mun ekki ljúka fyrir kosningarnar. Trump var sagður ósáttur við það. Sjá einnig: Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans „Ef Barr ákærir þetta fólk ekki fyrir glæpi, alvarlegasta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna, verðum við ekki ánægðir, nema ég vinni,“ sagði Trump í nýlegu viðtali og var hann þar að tala um að vinna kosningarnar í næsta mánuði. „Ég mun ekki gleyma því en þetta fólk á að vera ákært. Þetta er fólk sem njósnaði um framboð mitt. Og við erum með allt. Og ég segi: Bill [Barr], við erum með nóg, þú þarft ekki meira. Við erum með svo mikið.“ Donald Trump Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump, og syni hans Hunter Biden. Einungis tvær vikur eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum og er staða Trump ekki góð, miðað við kannanir. Forsetinn segir að Barr þurfi að hefja rannsókn fyrir kosningarnar. „Við þurfum að fá dómsmálaráðherrann til að grípa til aðgerða,“ sagði Trump í viðtali á Fox í dag. „Hann þarf að bregðast við og það hratt. Hann verður að skipa einhvern. Þetta er umfangsmikil spilling og það verður að koma upp á yfirborðið fyrir kosningarnar.“ "The attorney general has to act" -- Trump pleads with Bill Barr to do something to hurt Joe Biden pic.twitter.com/Bco8fTveEf— Aaron Rupar (@atrupar) October 20, 2020 AP fréttaveitan segir að ef Barr verður af kröfum forsetans yrðu það fordæmalaus afskipti dómsmálaráðuneytisins af kosningum í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn ráðuneytisins hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Fréttaveitan segir einnig að Trump hafi reynt að beita stofnunum ríkisins í kosningabaráttu sinni. Hann hafi orðið reiður yfir því að embættismenn þar dragi lappirnar í því að láta eftir kröfum hans. Trump hefur verið stóryrtur í garð Joe Biden og sonar hans um langt skeið og ítrekað sakað þá um alvarlega glæpi. Hann hefur þó enn ekki sagt hvaða glæpi Joe Biden á að hafa framið. Byggir á umdeildri frétt Sér til stuðnings hefur Trump vísað til umdeildrar fréttar New York Post sem birt var í síðustu viku. Sú frétt fjallar um tölvupóst sem Hunter Biden á að hafa fengið frá stjórnarmanni í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma Holdings. Hunter Biden var einnig í stjórn þess fyrirtækis. Í þessum tölvupósti á maðurinn að hafa þakkað Hunter fyrir að veita honum tækifæri til að hitta föður hans. Tölvupósturinn er sagður koma úr tölvu Hunter Biden sem hann á að hafa farið með í viðgerð í Delaware og aldrei sótt. Eigandi viðkomandi tölvuþjónustu á að hafa tekið afrit af hörðum diski tölvunnar og komið til Rudy Giulianis, einkalögmanns Trump. Sjá einnig: Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Framboð Biden segir að dagskrá hans sýni að enginn slíkur fundur hafi farið fram. Engar vísbendingar um spillingu Biden Hér er vert að taka fram að engar sannanir hafa litið dagsins ljós um að Joe Biden hafi gert nokkuð rangt eða ólöglegt í tengslum við störf hans og Úkraínu. Samsæriskenningar þessar snúast um það að Biden hafi þrýst á stjórnvöld í Úkraínu um að víkja saksóknaranum Viktor Sjokín úr embætti á árunum 2015 og 2016. Ef það yrði ekki gert, myndi ríkisstjórn Obama ekki styðja Úkraínu lengur. Úkraína átti þá og á enn í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Joe Biden ræddi málið á fundi í fyrra og stærði sig af því að ráðamenn í Úkraínu hafi svo rekið Sjokín árið 2016. Russia Today, fjölmiðill í eigu stjórnvalda Rússlands, dreifði myndbandi af ummælum Biden. Hefur því verið haldið fram að ummæli Biden séu til marks um spillingu hans því Sjokín hafi verið að rannsaka úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings. Hunter Biden var þá í stjórn þess fyrirtækis. Viktor Sjokín, fyrrverandi ríkissaksóknari Úkraínu. Hann þótti ekki berjast nægilega gegn spillingu í landinu og kröfðust bakhjarlar Úkraínu þess að honum yrði vikið úr starfi.EPA/ROMAN PILIPEY Burisma hagnaðist ekki á brottrekstri Sjokín Hið rétta er að Biden þrýsti á Úkraínumenn að reka Sjokín því saksóknarinn þótti ekki ganga nógu hart fram gegn spillingu í Úkraínu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarra bakhjarla Úkraínu á þeim tíma, kröfðust þess einnig að Sjokín, sem var í rauninni ekki að rannsaka spillingu hjá Burisma Holdings, yrði vikið úr starfi. Þar að auki var það ekki ákvörðun Biden að þrýsta á Úkraínumenn. Hann var sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og var að framfylgja utanríkisstefnu hans. Aðgerðir Biden voru þar að auki studdar af þingmönnum Repúblikanaflokksins. Þetta hefur ítrekað verið bent á og bæði yfirvöld í Úkraínu og þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa rannsakað ásakanirnar gegn Joe Biden í tveimur þingnefndum. Í þeim rannsóknum fundust engar sannanir fyrir spillingu, þó gagnrýndi heimavarnanefnd öldungadeildarinnar Hunter Biden fyrir að notfæra sér nafn sitt og föður sinn til að ná ábatasömum viðskiptasamningum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot í byrjun ársins. Það var eftir að hann reyndi að þvinga Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forseta Úkraínu, til að tilkynna opinberlega að hefja ætti rannsókn á meintri spillingu Joe Biden í Úkraínu. Til þess að þrýsta á Zelenskíj stöðvaði Trump afhendingu neyðaraðstoðar til Úkraínu sem þingið hafði þegar samþykkt að veita. Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Undanfarin misseri hefur Trump verið sakaður um að beita ríkinu í í kosningabaráttu sinni. Hann hefur til að mynda haldið kosningafundi á lóð Hvíta hússins og fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), sakaði hann og John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, um að opinbera sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Sjá einnig: Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump Ekki er langt síðan saksóknari sem William Barr skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn. Hann fann engin ummerki þess að embættismenn hafi brotið af sér í starfi, né að glæpur hafi verið framinn. Joe Biden er í betri stöðu en Trump ef marka má kannanir vestanhafs.AP/Carolyn Kaster Önnur rannsókn sem snýr að uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, mun ekki ljúka fyrir kosningarnar. Trump var sagður ósáttur við það. Sjá einnig: Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans „Ef Barr ákærir þetta fólk ekki fyrir glæpi, alvarlegasta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna, verðum við ekki ánægðir, nema ég vinni,“ sagði Trump í nýlegu viðtali og var hann þar að tala um að vinna kosningarnar í næsta mánuði. „Ég mun ekki gleyma því en þetta fólk á að vera ákært. Þetta er fólk sem njósnaði um framboð mitt. Og við erum með allt. Og ég segi: Bill [Barr], við erum með nóg, þú þarft ekki meira. Við erum með svo mikið.“
Donald Trump Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira