Saka Google um að vera einokunarhringur Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 13:35 Forsvarsmenn Google hafa alltaf hafnað því að fyrirtækið skaði samkeppni í netleit og auglýsingum. Fyrirtækið veiti þjónustu sem sé gagnleg neytendum. AP/Jeff Chiu Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur. Málið er sagt það stærsta sinnar tegundar frá því að bandarísk yfirvöld stefndi tæknirisanum Microsoft fyrir rúmlega tuttugu árum. AP-fréttastofan segir að málið gegn Google nú gæti verið það fyrsta gegn stóru tæknifyrirtækjunum en ráðuneytið og Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) eru með aðra risa eins og Apple, Amazon og Facebook til rannsóknar. Google og móðurfélag þess Alphabet hafa lengið verið sökuð um að notfæra sér yfirburðastöðu í netleit og auglýsingum til þess að þurrka út samkeppni og maka krókinn. Evrópusambandið hefur lagt marga milljarða dollara sektir á Google vegna þess en gagnrýnendur fyrirtækisins segja slíkt ekki hrökkva til. Samkvæmt heimildum AP heldur dómsmálaráðuneytið því fram að Google hafi meðal annars greitt símaframleiðendum milljarða dollara til þess að tryggja að leitarvél þess sé alltaf sjálfvalin í vefvöfrum á snjallsímum. Google er með um 90% markaðshlutdeild í leitarvélum á netinu en forsvarsmenn þess hafa allt tíð þvertekið fyrir að það skaði samkeppni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi haft horn í síðu Google. Hann og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa haldið því fram án haldbærra sannana að leitarvélin feli á einhvern hátt efni frá íhaldsmönnum. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa einnig verið gagnrýnir á Google en af öðrum ástæðum. Niðurstaða rannsóknar dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar stýra, var að Google væri í einokunarstöðu í netleit. Google Bandaríkin Donald Trump Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur. Málið er sagt það stærsta sinnar tegundar frá því að bandarísk yfirvöld stefndi tæknirisanum Microsoft fyrir rúmlega tuttugu árum. AP-fréttastofan segir að málið gegn Google nú gæti verið það fyrsta gegn stóru tæknifyrirtækjunum en ráðuneytið og Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) eru með aðra risa eins og Apple, Amazon og Facebook til rannsóknar. Google og móðurfélag þess Alphabet hafa lengið verið sökuð um að notfæra sér yfirburðastöðu í netleit og auglýsingum til þess að þurrka út samkeppni og maka krókinn. Evrópusambandið hefur lagt marga milljarða dollara sektir á Google vegna þess en gagnrýnendur fyrirtækisins segja slíkt ekki hrökkva til. Samkvæmt heimildum AP heldur dómsmálaráðuneytið því fram að Google hafi meðal annars greitt símaframleiðendum milljarða dollara til þess að tryggja að leitarvél þess sé alltaf sjálfvalin í vefvöfrum á snjallsímum. Google er með um 90% markaðshlutdeild í leitarvélum á netinu en forsvarsmenn þess hafa allt tíð þvertekið fyrir að það skaði samkeppni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi haft horn í síðu Google. Hann og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa haldið því fram án haldbærra sannana að leitarvélin feli á einhvern hátt efni frá íhaldsmönnum. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa einnig verið gagnrýnir á Google en af öðrum ástæðum. Niðurstaða rannsóknar dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar stýra, var að Google væri í einokunarstöðu í netleit.
Google Bandaríkin Donald Trump Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30