„Fyrir mér er þetta draumaárið“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:47 Katla Hreiðarsdóttir ræddi ævintýri ársins í Íslandi í dag. „Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu. Ísland í dag Frjósemi Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
„Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu.
Ísland í dag Frjósemi Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira