KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs Anton Ingi Leifsson skrifar 19. október 2020 19:39 Pavel og félagar í Val þurfa að bíða eitthvað lengur með að spila körfubolta á ný. vísir/bára KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. Stjórnin fundaði í dag ásamt mótanefnd og þetta varð niðurstaðan en sóttvarnaraðgerðum yfirvalda hefur verið framlengt til 3. nóvember. Ekki gilda sömu reglur á höfuðborgarsvæðinu og utan þess en KKÍ á engra kosta völ en að fresta öllu mótahaldi. Í yfirlýsingunni segir einnig að spilað verði allt fram til 23. desember og að öllum líkindum leikið á milli jóla og nýárs í Domino's deildnum. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni: Þeim sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember, en þessar aðgerðir eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Stjórn og mótanefnd KKÍ hafa því ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember. Áfram verður fylgst með þróun mála, en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Hér í viðhengi má sjá samantekt á því sem heimilt er að gera samkvæmt reglugerðinni, en von er á sameiginlegum reglum KKÍ og HSÍ um æfingar og keppni þegar þær hafa verið staðfestar af yfirvöldum. Það skal ítrekað að í gildi eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé ekki að fara til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til, en íþróttaæfingar falla ekki þar undir. Endurræsing mótahalds Ljóst er að mótahaldi KKÍ eru nokkrar skorður settar af landsliðsgluggum FIBA í nóvember. Taka þarf tillit til þessara glugga, en ljóst er að vegna sóttkvíar landsliðsmanna mun deildarkeppni hefjast seinna en vanalega að loknum landsleikjagluggum. Þessa dagana er unnið að “return to play“ leiðbeiningum sem unnar eru á grunni leiðbeininga FIBA og í góðri samvinnu við fræðasamfélagið og fagteymi KKÍ, en von er á því að þessar leiðbeiningar verði tilbúnar og gefnar út fyrir vikulok. Alls hefur 298 deildar- og bikarleikjum verið frestað frá 7.10. til og með 3.11., en stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. Leikir í Domino’s og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagningu mótahaldsins, en sömuleiðis á eftir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir að leikið verði upp að jólahátíðinni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino‘s deildunum milli jóla- og nýárs. Jafnframt á eftir að skoða og ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölvallamótum sem frestað hefur verið. Vitað er að talsvert verk er fyrir hendi þegar kemur að endurskipulagningu mótahaldsins, en ekki er enn alveg ljóst hvenær mótahaldið kemst í gang að nýju, eða með hvaða hætti það hefjist. Það verður þó tilkynnt sérstaklega þegar þar að kemur. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. Stjórnin fundaði í dag ásamt mótanefnd og þetta varð niðurstaðan en sóttvarnaraðgerðum yfirvalda hefur verið framlengt til 3. nóvember. Ekki gilda sömu reglur á höfuðborgarsvæðinu og utan þess en KKÍ á engra kosta völ en að fresta öllu mótahaldi. Í yfirlýsingunni segir einnig að spilað verði allt fram til 23. desember og að öllum líkindum leikið á milli jóla og nýárs í Domino's deildnum. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni: Þeim sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember, en þessar aðgerðir eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Stjórn og mótanefnd KKÍ hafa því ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember. Áfram verður fylgst með þróun mála, en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Hér í viðhengi má sjá samantekt á því sem heimilt er að gera samkvæmt reglugerðinni, en von er á sameiginlegum reglum KKÍ og HSÍ um æfingar og keppni þegar þær hafa verið staðfestar af yfirvöldum. Það skal ítrekað að í gildi eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé ekki að fara til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til, en íþróttaæfingar falla ekki þar undir. Endurræsing mótahalds Ljóst er að mótahaldi KKÍ eru nokkrar skorður settar af landsliðsgluggum FIBA í nóvember. Taka þarf tillit til þessara glugga, en ljóst er að vegna sóttkvíar landsliðsmanna mun deildarkeppni hefjast seinna en vanalega að loknum landsleikjagluggum. Þessa dagana er unnið að “return to play“ leiðbeiningum sem unnar eru á grunni leiðbeininga FIBA og í góðri samvinnu við fræðasamfélagið og fagteymi KKÍ, en von er á því að þessar leiðbeiningar verði tilbúnar og gefnar út fyrir vikulok. Alls hefur 298 deildar- og bikarleikjum verið frestað frá 7.10. til og með 3.11., en stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. Leikir í Domino’s og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagningu mótahaldsins, en sömuleiðis á eftir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir að leikið verði upp að jólahátíðinni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino‘s deildunum milli jóla- og nýárs. Jafnframt á eftir að skoða og ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölvallamótum sem frestað hefur verið. Vitað er að talsvert verk er fyrir hendi þegar kemur að endurskipulagningu mótahaldsins, en ekki er enn alveg ljóst hvenær mótahaldið kemst í gang að nýju, eða með hvaða hætti það hefjist. Það verður þó tilkynnt sérstaklega þegar þar að kemur.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira