„Mér sýnist þetta vera að stefna niður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 08:41 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, bindur vonir við að fjöldi smitaðra fari vel niður á næstu dögum og vikum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira