„Erfitt að geta ekki sýnt þetta mannlega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 20:02 Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á. Fjórir liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid- 19 og tveir eru á öndunarvél. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með Covid þarf að klæðast hlífðarbúning frá toppi til táar og það reynir á. Við ræddum við Þorbjörgu S. Sigurðardóttur gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem var í smá pásu frá umönnun á gjörgæslu í dag um starfið á deildinni og hvernig er að vera alltaf í hlífðarfötum í vinnunni. Hún sinnir Covid-19 veikum á deildinni. „Eftir tvo tíma í búning er maður alveg búin að fá nóg. Maður fær svona innilokunarkennd, þetta er bara rosalegt álag. Við erum alveg að fá sár á andlitið undan grímunni, maður er með ertingu í hálsinum og er þurr því maður drekkur miklu minna en annars í búning. Maður verður því slappur. Maður er gjarnari á að fá höfuðverk. Þannig að það eru svona ýmsir fylgikvilla. Þetta hefur alveg hellingsáhrif,“ segir Þorbjörg. Hún segir þetta líka erfitt fyrir sjúklingana. „Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur heldur líka fyrir sjúklinganna. Það er erfitt fyrir okkur að eiga samskipti við sjúklingana, þeir eiga erfitt með að skilja okkur með grímur og maska fyrir andlitum okkar. Þá er ekki þessi mannlega snerting sem er svo mikilvæg í umönnun. Mikið af okkar tjáningu fer fram með andlitstjáningu og við getum ekki sýnt hana í þessum búning. Svo ertu að tala við aðstandendur og maður getur ekki sýnt þessa tjáningu sem maður gerir með andliti og öðru undir venjulegum kringumstæðum. Þetta verður allt svo miklu ópersónulegra,“ segir Þorbjörg sem var með þessum orðum búin með pásuna á gjörgæslu og þurfti að drífa sig í hjúkrunarstörfin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á. Fjórir liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid- 19 og tveir eru á öndunarvél. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með Covid þarf að klæðast hlífðarbúning frá toppi til táar og það reynir á. Við ræddum við Þorbjörgu S. Sigurðardóttur gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem var í smá pásu frá umönnun á gjörgæslu í dag um starfið á deildinni og hvernig er að vera alltaf í hlífðarfötum í vinnunni. Hún sinnir Covid-19 veikum á deildinni. „Eftir tvo tíma í búning er maður alveg búin að fá nóg. Maður fær svona innilokunarkennd, þetta er bara rosalegt álag. Við erum alveg að fá sár á andlitið undan grímunni, maður er með ertingu í hálsinum og er þurr því maður drekkur miklu minna en annars í búning. Maður verður því slappur. Maður er gjarnari á að fá höfuðverk. Þannig að það eru svona ýmsir fylgikvilla. Þetta hefur alveg hellingsáhrif,“ segir Þorbjörg. Hún segir þetta líka erfitt fyrir sjúklingana. „Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur heldur líka fyrir sjúklinganna. Það er erfitt fyrir okkur að eiga samskipti við sjúklingana, þeir eiga erfitt með að skilja okkur með grímur og maska fyrir andlitum okkar. Þá er ekki þessi mannlega snerting sem er svo mikilvæg í umönnun. Mikið af okkar tjáningu fer fram með andlitstjáningu og við getum ekki sýnt hana í þessum búning. Svo ertu að tala við aðstandendur og maður getur ekki sýnt þessa tjáningu sem maður gerir með andliti og öðru undir venjulegum kringumstæðum. Þetta verður allt svo miklu ópersónulegra,“ segir Þorbjörg sem var með þessum orðum búin með pásuna á gjörgæslu og þurfti að drífa sig í hjúkrunarstörfin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45