Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í fréttum okkar klukkan 18:30 segjum við frá því að á einum mánuði hafa ríflega sautján hundruð manns smitast af kórónuveirunni hér á landi. Sóttvarnalæknir segir aðeins eitt afbrigði af veirunni í gangi eða hið svokallaða franska afbrigði.

Þá ræðum við við Jóhann Björn Skúlason yfirmann smitrakningarteymis almannavarna. Hann segir að grímunotkun geti haft áhrif á það hvort fólk sé sent í sóttkví, en hún ráði þó ekki úrslitum.

Við tölum einnig við fyrrverandi eiginmann konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndI þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið var að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana og að baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið.

Þá sýnum við einnig myndir af hávaðasamri flugumferð yfir Eyjafirði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×