Steypa um stjórnarskrá Einar Steingrímsson skrifar 17. október 2020 18:00 Vilji kjósenda hefur verið skýr í 10-15 ár: Yfirgnæfandi meirihluti er sammála helstu breytingum sem frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér. Og yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Gegn þessu er teflt furðurökum: „Það er hættulegt að gera hraðar breytingar.“ En umræðan hefur staðið í tíu ár, með aðkomu gríðarlegs fjölda lærðra og leikra, og kröfurnar um helstu breytingar eru áratugagamlar. „Það eru stórir gallar á frumvarpinu, t.d. X, Y og Z.“ En þau sem þetta segja búa ekki yfir stórasannleik, bara eigin skoðunum. Það verður aldrei alger sátt um stjórnarskrá, en það er stórkostlegur meirihluti fyrir helstu breytingunum. „Þetta er ekki lengur gamla stjórnarskráin frá Danakóngi; það hafa verið gerðar miklar breytingar.“ Það eru reyndar ýkjur, en málið er þær breytingar sem ekki hafa verið gerðar, þrátt fyrir vilja stöðugs yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. „Það er ólöglegt að breyta stjórnarskránni nema með samþykki tveggja þinga.“ Já, en af því þjóðin á að vera stjórnarskrárgjafinn, hvorki kóngur né þing, hvað þá eigendur stjórnarflokkanna, þá ætti þingið að sjá sóma sinn í að láta vilja kjósenda ráða. „Frumvarpið veitir forsætisráðherra alræðisvald yfir öðrum ráðherrum.“ En þingið getur sett ráðherra af á einum degi. Hins vegar tekur það marga mánuði að losna við forseta sem samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur skipað og rekið forsætisráðherra eftir geðþótta. Stjórnarskrá verður aldrei fullkomin í augum einstakra borgara. En vilji meirihlutans hlýtur að ráða; þjóðin á að setja stjórnarskrá, ekki þingið eða lítil klíka valdafólks. Þess vegna á þingið að samþykkja það sem meirihluti kjósenda vill, og hætta að hunsa það sem kom fram með skýrum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Á mánudag er síðasti séns að skrifa undir kröfuna um nýja stjórnarskrá: listar.island.is/Stydjum/74 Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Vilji kjósenda hefur verið skýr í 10-15 ár: Yfirgnæfandi meirihluti er sammála helstu breytingum sem frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér. Og yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Gegn þessu er teflt furðurökum: „Það er hættulegt að gera hraðar breytingar.“ En umræðan hefur staðið í tíu ár, með aðkomu gríðarlegs fjölda lærðra og leikra, og kröfurnar um helstu breytingar eru áratugagamlar. „Það eru stórir gallar á frumvarpinu, t.d. X, Y og Z.“ En þau sem þetta segja búa ekki yfir stórasannleik, bara eigin skoðunum. Það verður aldrei alger sátt um stjórnarskrá, en það er stórkostlegur meirihluti fyrir helstu breytingunum. „Þetta er ekki lengur gamla stjórnarskráin frá Danakóngi; það hafa verið gerðar miklar breytingar.“ Það eru reyndar ýkjur, en málið er þær breytingar sem ekki hafa verið gerðar, þrátt fyrir vilja stöðugs yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. „Það er ólöglegt að breyta stjórnarskránni nema með samþykki tveggja þinga.“ Já, en af því þjóðin á að vera stjórnarskrárgjafinn, hvorki kóngur né þing, hvað þá eigendur stjórnarflokkanna, þá ætti þingið að sjá sóma sinn í að láta vilja kjósenda ráða. „Frumvarpið veitir forsætisráðherra alræðisvald yfir öðrum ráðherrum.“ En þingið getur sett ráðherra af á einum degi. Hins vegar tekur það marga mánuði að losna við forseta sem samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur skipað og rekið forsætisráðherra eftir geðþótta. Stjórnarskrá verður aldrei fullkomin í augum einstakra borgara. En vilji meirihlutans hlýtur að ráða; þjóðin á að setja stjórnarskrá, ekki þingið eða lítil klíka valdafólks. Þess vegna á þingið að samþykkja það sem meirihluti kjósenda vill, og hætta að hunsa það sem kom fram með skýrum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Á mánudag er síðasti séns að skrifa undir kröfuna um nýja stjórnarskrá: listar.island.is/Stydjum/74 Höfundur er stærðfræðingur.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar