Mældu hjartslátt Katrínar Tönju í handstöðuæfingunni sem hún rústaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 09:41 Katrín Tanja Davíðsdóttir í handstöðuæfingunni á heimsleikunum þar sem hún hafi mikla yfirburði. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir átti svakalega endurkomu í baráttunni um sæti meðal fimm bestu CrossFit kvenna heims og frammistaða hennar í næstsíðustu greininni vakti gríðarlega athygli enda vann hún þar yfirburðasigur. Katrín Tanja keppir um heimsmeistaratitilinn í CrossFit um þar næstu helgi og fólk er víða farið að telja niður í þessi óvenjulega fámennu lokaúrslit þar sem aðeins fimm karlar og fimm konur keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja er ekki aðeins eini fulltrúi Íslands í baráttunni heimsmeistaratitlana því hún er líka eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitunum. View this post on Instagram You know the climb to the top can only be done on your hands. After clocking a 2:54 handstand hold the longest by 40 seconds @katrintanja was able to climb the stage 1 leaderboard in the 2020 @crossfitgames #WHOOPLive : @comptrain.co #KnowYourself A post shared by WHOOP (@whoop) on Oct 15, 2020 at 6:02am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi styrk sinn og seiglu á lokadeginum í fyrri hluta heimsleikanna en hún kom sér aftur inn í baráttuna um efstu fimm sætin með því að vinna tvær greinar í röð. Það var vissulega frábært sjá Katrínu Tönju vinna Nasty Nancy æfinguna, sem var fyrsta grein sunnudagsins, en hún sló virkilega í gegn í næstsíðustu æfingunni sem var handstaðan. Instagram Katrín Tanja notaði mjög sérstaka og tignarlega aðferð til að ná betra jafnvægi í æfingunni og henni tókst á endanum að standa á höndum í tvær mínútur og 54 sekúndur. Það var sem dæmi meira en tvöfalt lengur en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey náði. Það má segja að Katrín Tanja hafi rústað þessari æfingu þrátt fyrir að keppa við þrjátíu bestu CrossFit konur heims. Hún vann hana á endanum með 41 sekúndna mun því önnur var Kari Pearce á 2 mínútum og 13 sekúndum. Katrín Tanja vakti athygli á athyglisverðu myndbandi frá Whoop á Instagram þar sem þeir sýndu þessu eftirminnilegu æfingu Katrínar Tönju þar sem mátti sjá hjartsláttinn hjá henni á meðan hún var að gera æfinguna. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. „Skemmtilegt að sjá hjartsláttinn minn í æfingunni,“ skrifaði Katrín Tanja og deildi myndbandinu á Instagram síðunni sinni. Hún var með Whoop armband á sér í æfingunni og gat um leið nálgast upplýsingar um líkamann sinn í miðri æfingu. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með allri æfingunni sem CrossFit samtökin deildu á Youtube-síðu sinni. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir átti svakalega endurkomu í baráttunni um sæti meðal fimm bestu CrossFit kvenna heims og frammistaða hennar í næstsíðustu greininni vakti gríðarlega athygli enda vann hún þar yfirburðasigur. Katrín Tanja keppir um heimsmeistaratitilinn í CrossFit um þar næstu helgi og fólk er víða farið að telja niður í þessi óvenjulega fámennu lokaúrslit þar sem aðeins fimm karlar og fimm konur keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja er ekki aðeins eini fulltrúi Íslands í baráttunni heimsmeistaratitlana því hún er líka eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitunum. View this post on Instagram You know the climb to the top can only be done on your hands. After clocking a 2:54 handstand hold the longest by 40 seconds @katrintanja was able to climb the stage 1 leaderboard in the 2020 @crossfitgames #WHOOPLive : @comptrain.co #KnowYourself A post shared by WHOOP (@whoop) on Oct 15, 2020 at 6:02am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi styrk sinn og seiglu á lokadeginum í fyrri hluta heimsleikanna en hún kom sér aftur inn í baráttuna um efstu fimm sætin með því að vinna tvær greinar í röð. Það var vissulega frábært sjá Katrínu Tönju vinna Nasty Nancy æfinguna, sem var fyrsta grein sunnudagsins, en hún sló virkilega í gegn í næstsíðustu æfingunni sem var handstaðan. Instagram Katrín Tanja notaði mjög sérstaka og tignarlega aðferð til að ná betra jafnvægi í æfingunni og henni tókst á endanum að standa á höndum í tvær mínútur og 54 sekúndur. Það var sem dæmi meira en tvöfalt lengur en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey náði. Það má segja að Katrín Tanja hafi rústað þessari æfingu þrátt fyrir að keppa við þrjátíu bestu CrossFit konur heims. Hún vann hana á endanum með 41 sekúndna mun því önnur var Kari Pearce á 2 mínútum og 13 sekúndum. Katrín Tanja vakti athygli á athyglisverðu myndbandi frá Whoop á Instagram þar sem þeir sýndu þessu eftirminnilegu æfingu Katrínar Tönju þar sem mátti sjá hjartsláttinn hjá henni á meðan hún var að gera æfinguna. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. „Skemmtilegt að sjá hjartsláttinn minn í æfingunni,“ skrifaði Katrín Tanja og deildi myndbandinu á Instagram síðunni sinni. Hún var með Whoop armband á sér í æfingunni og gat um leið nálgast upplýsingar um líkamann sinn í miðri æfingu. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með allri æfingunni sem CrossFit samtökin deildu á Youtube-síðu sinni. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira