Áfram í varðhaldi vegna hótana, húsbrots og árása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 18:07 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Síðan maðurinn var handtekinn hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. október kemur fram að í greinargerð ákæruvaldsins segi að 20. júlí síðastliðinn hafi lögreglu verið tilkynnt um líflátshótanir mannsins í garð tveggja lögmanna sem störfuðu í hans þágu. Hann var í kjölfarið handtekinn, færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu, vistaður í fangaklefa og skýrsla tekin af honum. „Við frekari athugun lögreglu hafi komið í ljós að fyrir þetta hafði ákærði sætt rannsókn vegna samskonar brota og ofbeldis í garð annars lögmanns og tveggja fyrrum sambýliskvenna hans. Í ljósi sakaferils ákærða, möguleika á áframhaldandi brotum og alvarleika háttsemi og hótana ákærða hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu 21. júlí sl. að ákærða yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir að frá þeim tíma hafi mál ákærða verið yfirfarin og bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og héraðssaksóknari gefið út ákærur vegna þeirra. Ákærður fyrir fjölda brota Þann 10. september síðastliðinn gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur manninum vegna fjölda brota. Hefur maðurinn meðal annars verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi ,eð því að hafa símleiðis haft í hótunum við barnsmóður sína og fyrrverandi sambýliskonu á tímabilinu 30. nóvember til 15. desember 2019. Hér að neðan má sjá hótanirnar sem um ræðir, en rétt er að vara lesendur sérstaklega við þeim og þeim texta sem hér fylgir. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hóta að nauðga sambýliskonu sinni og drepa hana og börn hennar. Skjáskot Skjáskot Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið þáverandi unnustu sína í andlitið með hátalara, fleiri líkamsárásir, eignaspjöll, barnaverndarlagabrot, fleiri en eitt brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og þjófnað. Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Síðan maðurinn var handtekinn hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. október kemur fram að í greinargerð ákæruvaldsins segi að 20. júlí síðastliðinn hafi lögreglu verið tilkynnt um líflátshótanir mannsins í garð tveggja lögmanna sem störfuðu í hans þágu. Hann var í kjölfarið handtekinn, færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu, vistaður í fangaklefa og skýrsla tekin af honum. „Við frekari athugun lögreglu hafi komið í ljós að fyrir þetta hafði ákærði sætt rannsókn vegna samskonar brota og ofbeldis í garð annars lögmanns og tveggja fyrrum sambýliskvenna hans. Í ljósi sakaferils ákærða, möguleika á áframhaldandi brotum og alvarleika háttsemi og hótana ákærða hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu 21. júlí sl. að ákærða yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir að frá þeim tíma hafi mál ákærða verið yfirfarin og bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og héraðssaksóknari gefið út ákærur vegna þeirra. Ákærður fyrir fjölda brota Þann 10. september síðastliðinn gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur manninum vegna fjölda brota. Hefur maðurinn meðal annars verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi ,eð því að hafa símleiðis haft í hótunum við barnsmóður sína og fyrrverandi sambýliskonu á tímabilinu 30. nóvember til 15. desember 2019. Hér að neðan má sjá hótanirnar sem um ræðir, en rétt er að vara lesendur sérstaklega við þeim og þeim texta sem hér fylgir. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hóta að nauðga sambýliskonu sinni og drepa hana og börn hennar. Skjáskot Skjáskot Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið þáverandi unnustu sína í andlitið með hátalara, fleiri líkamsárásir, eignaspjöll, barnaverndarlagabrot, fleiri en eitt brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og þjófnað.
Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. 29. júlí 2020 11:14