Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2020 19:20 Fjármálaráðherra segir áform Íslendinga um aukin útflutning landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins, eftir að gerður var tollasamningur við sambandið, ekki hafa gengið eftir. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að segja samningnum upp. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í tollasamninga við Evrópusambandið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það gerði hann í ljósi viðbragða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við misbresti á framkvæmd samningsins. En Sigurður Ingi Jóhhannsson formaður Framsóknarflokksins lýsti þeirri skoðun sinni í blaðagrein að réttast væri að segja upp samningi Íslands við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum í ljósi reynslunnar. Jón Steindór Valdimarsson vildi vita hvort ríkisstjórnin hefði rætt að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Hefur þetta komið til tals innan ríkisstjórnarinnar að segja upp þessum samningi. Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort komi til greina að hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara í þá vegferð að segja upp þessum tollasamningi,“ sagði Jón Steindór. Fjármálaráðherra sagði að fram hefðu komið almennar ábendingar um að útflutningstölur frá Evrópusambandinu til Íslands væru aðrar en tölur héðan um innflutng frá sambandinu. Þetta væri í skoðun. „Ég tel að það sé alveg ljóst að áform okkar um að nýta tollasamninginn við Evrópusambandið hafi ekki gengið eftir hvað varðar útflutning okkar Íslendinga. Breytingin sem hefur orðið Evrópusambands megin við það að Bretar stigu út úr Evrópusambandinu kallar líka á einhver viðbrögð. Á þessari stundu hefur engin ákvörðun verið tekin um að segja upp þessum samningi af okkar hálfu. Ég tel að það ætti miklu frekar að tala um að reyna að endursemja og reyna að bregðast við því sem breytt er frá því samningurinn var gerður. En í augnablikinu er eingöngu um að ræða óformlegt samráð við alla hagsmunaaðila,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fjármálaráðherra segir í skoðun hvers vegna tölur um útflutning frá Evrópusambandinu til Íslands ber ekki saman við tölur hér á landi við innflutning frá ríkjum sambandsins.Vísir/Vilhelm Landbúnaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Fjármálaráðherra segir áform Íslendinga um aukin útflutning landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins, eftir að gerður var tollasamningur við sambandið, ekki hafa gengið eftir. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að segja samningnum upp. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í tollasamninga við Evrópusambandið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það gerði hann í ljósi viðbragða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við misbresti á framkvæmd samningsins. En Sigurður Ingi Jóhhannsson formaður Framsóknarflokksins lýsti þeirri skoðun sinni í blaðagrein að réttast væri að segja upp samningi Íslands við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum í ljósi reynslunnar. Jón Steindór Valdimarsson vildi vita hvort ríkisstjórnin hefði rætt að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Hefur þetta komið til tals innan ríkisstjórnarinnar að segja upp þessum samningi. Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort komi til greina að hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara í þá vegferð að segja upp þessum tollasamningi,“ sagði Jón Steindór. Fjármálaráðherra sagði að fram hefðu komið almennar ábendingar um að útflutningstölur frá Evrópusambandinu til Íslands væru aðrar en tölur héðan um innflutng frá sambandinu. Þetta væri í skoðun. „Ég tel að það sé alveg ljóst að áform okkar um að nýta tollasamninginn við Evrópusambandið hafi ekki gengið eftir hvað varðar útflutning okkar Íslendinga. Breytingin sem hefur orðið Evrópusambands megin við það að Bretar stigu út úr Evrópusambandinu kallar líka á einhver viðbrögð. Á þessari stundu hefur engin ákvörðun verið tekin um að segja upp þessum samningi af okkar hálfu. Ég tel að það ætti miklu frekar að tala um að reyna að endursemja og reyna að bregðast við því sem breytt er frá því samningurinn var gerður. En í augnablikinu er eingöngu um að ræða óformlegt samráð við alla hagsmunaaðila,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fjármálaráðherra segir í skoðun hvers vegna tölur um útflutning frá Evrópusambandinu til Íslands ber ekki saman við tölur hér á landi við innflutning frá ríkjum sambandsins.Vísir/Vilhelm
Landbúnaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00