Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 14:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi fram á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal, ehf., sem er dótturfyrirtæki Kerecis hf., hefur sett á markað umrædda munnúða. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal segir að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningu Viruxal. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi aðeins heyrt af málinu í fréttum. Þar hafi hann hins vegar tekið eftir því að talað sé um að úðinn virki gegn veirunni í tilraunaglösum en ekki liggi fyrir niðurstöður úr tilraunum á mönnum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. Það gildir um öll lækningarlyf. Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ segir Þórólfur. Úðinn sagður eyða 99,97% af veirunni í tilraunaglösum Fram kemur í tilkynningu frá Viruxal að úðinn hafi verið notaður á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Þannig hafi úðanum til að mynda verið sprautað í háls og munn sjúklinga með byrjunareinkenni Covid-19 á Ítalíu. Niðurstöður á virkni úðans hafi lofað góðu og í framhaldinu þróaðar tvær „samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni“. Þá segir í tilkynningu að úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Ríkisháskólanum í Utah. Þær rannsóknir hafi leitt í ljós að úðinn eyði 99,97% af veirunni. „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar.“ Rannsóknir á virkni úðans á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að nef- og munnúðinn væri lyf. Úðinn flokkast hins vegar sem lækningatæki, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar, og því gilda aðrar reglur um hann en lyf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi fram á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal, ehf., sem er dótturfyrirtæki Kerecis hf., hefur sett á markað umrædda munnúða. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal segir að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningu Viruxal. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi aðeins heyrt af málinu í fréttum. Þar hafi hann hins vegar tekið eftir því að talað sé um að úðinn virki gegn veirunni í tilraunaglösum en ekki liggi fyrir niðurstöður úr tilraunum á mönnum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. Það gildir um öll lækningarlyf. Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ segir Þórólfur. Úðinn sagður eyða 99,97% af veirunni í tilraunaglösum Fram kemur í tilkynningu frá Viruxal að úðinn hafi verið notaður á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Þannig hafi úðanum til að mynda verið sprautað í háls og munn sjúklinga með byrjunareinkenni Covid-19 á Ítalíu. Niðurstöður á virkni úðans hafi lofað góðu og í framhaldinu þróaðar tvær „samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni“. Þá segir í tilkynningu að úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Ríkisháskólanum í Utah. Þær rannsóknir hafi leitt í ljós að úðinn eyði 99,97% af veirunni. „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar.“ Rannsóknir á virkni úðans á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að nef- og munnúðinn væri lyf. Úðinn flokkast hins vegar sem lækningatæki, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar, og því gilda aðrar reglur um hann en lyf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18