Aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga hjá Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 14. október 2020 20:24 Nú mætist hið gamla og hið nýja. Á morgun klukkan tólf rennur út umsóknarfrestur fyrir árlegar styrkveitingar úr borgarsjóði. Fjöldi fólks um allan bæ situr líklega sveitt við og tekur lokahnykkinn á sínum umsóknum. Gangi ykkur vel! Líklega verður þetta í síðasta sinn að styrkjum er veitt úr þessum sjóð með ,,gamla laginu" en við samþykktum í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í vor nýtt fyrirkomulag með aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga að leiðarljósi. Þegar ég kom inn í borgarkerfið stakk strax í augun hve óaðgengilegt og ógagnsætt núverandi fyrirkomulag er að mínu mati. Ég hlakka til að sjá aukið gagnsæi og aukið aðgengi að styrkjum borgarinnar til að styðja við jafnræði þannig að öll standi sem jöfnust þegar kemur að tækifærum til að fá úthlutað styrkjum. Það er lýðræðislegt! Það er réttlæti! Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga þýðir meðal annars þetta: Settur verður upp styrkjavefur Reykjavíkurborgar sem mun halda utan um upplýsingar og leiðbeiningar um alla styrki þar sem notandi verður leiddur áfram að umsókn. Gögn um úthlutanir styrkja verða birtar þar til þess að auka gagnsæi. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki verða yfirfarnar og sameinaðar reglum í Styrkjahandbók þar sem farið verður markvisst yfir allar sérreglur um styrkveitingar og tryggt að þær séu í samræmi við meginreglur. Styrkjum úr borgarsjóði verður framvegis úthlutað tvisvar á ári í gegnum nýja rafræna umsóknarferlið þannig að alltaf verði opið fyrir umsóknir. Ég er mjög stolt af þessu verkefni. Ég elska að vinna að auknu gagnsæi og auknu aðgengi fyrir alla. Með betra upplýsingaaðgengi fyrir þá sem skilja og skilja ekki íslensku. Með því að ýta stanslaust á eftir algildri hönnun við þróun borgarlands og bygginga. Með stafrænni umbreytingu þjónustu þar sem við einföldum þjónustuferla. Með nýjum gagnsæis- og lýðræðisgáttum þar sem verður auðveldara að kynna sér málin og taka þátt. Með því að pönkast í kerfunum þegar fólk upplifir að á þeim hafi verið brotið. Mig langar bara til þess að við getum öll átt hér gott líf. Að það skipti ekki máli hvaðan við komum eða hvernig staða okkar er. Að spilling fái ekki að grassera og að við fáum öll sömu tækifærin. Að samfélagið sé opið, réttlátt og nútímalegt. Til þess að fólk nenni hreinlega að búa hér og geti notið þess. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú mætist hið gamla og hið nýja. Á morgun klukkan tólf rennur út umsóknarfrestur fyrir árlegar styrkveitingar úr borgarsjóði. Fjöldi fólks um allan bæ situr líklega sveitt við og tekur lokahnykkinn á sínum umsóknum. Gangi ykkur vel! Líklega verður þetta í síðasta sinn að styrkjum er veitt úr þessum sjóð með ,,gamla laginu" en við samþykktum í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í vor nýtt fyrirkomulag með aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga að leiðarljósi. Þegar ég kom inn í borgarkerfið stakk strax í augun hve óaðgengilegt og ógagnsætt núverandi fyrirkomulag er að mínu mati. Ég hlakka til að sjá aukið gagnsæi og aukið aðgengi að styrkjum borgarinnar til að styðja við jafnræði þannig að öll standi sem jöfnust þegar kemur að tækifærum til að fá úthlutað styrkjum. Það er lýðræðislegt! Það er réttlæti! Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga þýðir meðal annars þetta: Settur verður upp styrkjavefur Reykjavíkurborgar sem mun halda utan um upplýsingar og leiðbeiningar um alla styrki þar sem notandi verður leiddur áfram að umsókn. Gögn um úthlutanir styrkja verða birtar þar til þess að auka gagnsæi. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki verða yfirfarnar og sameinaðar reglum í Styrkjahandbók þar sem farið verður markvisst yfir allar sérreglur um styrkveitingar og tryggt að þær séu í samræmi við meginreglur. Styrkjum úr borgarsjóði verður framvegis úthlutað tvisvar á ári í gegnum nýja rafræna umsóknarferlið þannig að alltaf verði opið fyrir umsóknir. Ég er mjög stolt af þessu verkefni. Ég elska að vinna að auknu gagnsæi og auknu aðgengi fyrir alla. Með betra upplýsingaaðgengi fyrir þá sem skilja og skilja ekki íslensku. Með því að ýta stanslaust á eftir algildri hönnun við þróun borgarlands og bygginga. Með stafrænni umbreytingu þjónustu þar sem við einföldum þjónustuferla. Með nýjum gagnsæis- og lýðræðisgáttum þar sem verður auðveldara að kynna sér málin og taka þátt. Með því að pönkast í kerfunum þegar fólk upplifir að á þeim hafi verið brotið. Mig langar bara til þess að við getum öll átt hér gott líf. Að það skipti ekki máli hvaðan við komum eða hvernig staða okkar er. Að spilling fái ekki að grassera og að við fáum öll sömu tækifærin. Að samfélagið sé opið, réttlátt og nútímalegt. Til þess að fólk nenni hreinlega að búa hér og geti notið þess. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun