Aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga hjá Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 14. október 2020 20:24 Nú mætist hið gamla og hið nýja. Á morgun klukkan tólf rennur út umsóknarfrestur fyrir árlegar styrkveitingar úr borgarsjóði. Fjöldi fólks um allan bæ situr líklega sveitt við og tekur lokahnykkinn á sínum umsóknum. Gangi ykkur vel! Líklega verður þetta í síðasta sinn að styrkjum er veitt úr þessum sjóð með ,,gamla laginu" en við samþykktum í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í vor nýtt fyrirkomulag með aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga að leiðarljósi. Þegar ég kom inn í borgarkerfið stakk strax í augun hve óaðgengilegt og ógagnsætt núverandi fyrirkomulag er að mínu mati. Ég hlakka til að sjá aukið gagnsæi og aukið aðgengi að styrkjum borgarinnar til að styðja við jafnræði þannig að öll standi sem jöfnust þegar kemur að tækifærum til að fá úthlutað styrkjum. Það er lýðræðislegt! Það er réttlæti! Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga þýðir meðal annars þetta: Settur verður upp styrkjavefur Reykjavíkurborgar sem mun halda utan um upplýsingar og leiðbeiningar um alla styrki þar sem notandi verður leiddur áfram að umsókn. Gögn um úthlutanir styrkja verða birtar þar til þess að auka gagnsæi. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki verða yfirfarnar og sameinaðar reglum í Styrkjahandbók þar sem farið verður markvisst yfir allar sérreglur um styrkveitingar og tryggt að þær séu í samræmi við meginreglur. Styrkjum úr borgarsjóði verður framvegis úthlutað tvisvar á ári í gegnum nýja rafræna umsóknarferlið þannig að alltaf verði opið fyrir umsóknir. Ég er mjög stolt af þessu verkefni. Ég elska að vinna að auknu gagnsæi og auknu aðgengi fyrir alla. Með betra upplýsingaaðgengi fyrir þá sem skilja og skilja ekki íslensku. Með því að ýta stanslaust á eftir algildri hönnun við þróun borgarlands og bygginga. Með stafrænni umbreytingu þjónustu þar sem við einföldum þjónustuferla. Með nýjum gagnsæis- og lýðræðisgáttum þar sem verður auðveldara að kynna sér málin og taka þátt. Með því að pönkast í kerfunum þegar fólk upplifir að á þeim hafi verið brotið. Mig langar bara til þess að við getum öll átt hér gott líf. Að það skipti ekki máli hvaðan við komum eða hvernig staða okkar er. Að spilling fái ekki að grassera og að við fáum öll sömu tækifærin. Að samfélagið sé opið, réttlátt og nútímalegt. Til þess að fólk nenni hreinlega að búa hér og geti notið þess. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nú mætist hið gamla og hið nýja. Á morgun klukkan tólf rennur út umsóknarfrestur fyrir árlegar styrkveitingar úr borgarsjóði. Fjöldi fólks um allan bæ situr líklega sveitt við og tekur lokahnykkinn á sínum umsóknum. Gangi ykkur vel! Líklega verður þetta í síðasta sinn að styrkjum er veitt úr þessum sjóð með ,,gamla laginu" en við samþykktum í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í vor nýtt fyrirkomulag með aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga að leiðarljósi. Þegar ég kom inn í borgarkerfið stakk strax í augun hve óaðgengilegt og ógagnsætt núverandi fyrirkomulag er að mínu mati. Ég hlakka til að sjá aukið gagnsæi og aukið aðgengi að styrkjum borgarinnar til að styðja við jafnræði þannig að öll standi sem jöfnust þegar kemur að tækifærum til að fá úthlutað styrkjum. Það er lýðræðislegt! Það er réttlæti! Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga þýðir meðal annars þetta: Settur verður upp styrkjavefur Reykjavíkurborgar sem mun halda utan um upplýsingar og leiðbeiningar um alla styrki þar sem notandi verður leiddur áfram að umsókn. Gögn um úthlutanir styrkja verða birtar þar til þess að auka gagnsæi. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki verða yfirfarnar og sameinaðar reglum í Styrkjahandbók þar sem farið verður markvisst yfir allar sérreglur um styrkveitingar og tryggt að þær séu í samræmi við meginreglur. Styrkjum úr borgarsjóði verður framvegis úthlutað tvisvar á ári í gegnum nýja rafræna umsóknarferlið þannig að alltaf verði opið fyrir umsóknir. Ég er mjög stolt af þessu verkefni. Ég elska að vinna að auknu gagnsæi og auknu aðgengi fyrir alla. Með betra upplýsingaaðgengi fyrir þá sem skilja og skilja ekki íslensku. Með því að ýta stanslaust á eftir algildri hönnun við þróun borgarlands og bygginga. Með stafrænni umbreytingu þjónustu þar sem við einföldum þjónustuferla. Með nýjum gagnsæis- og lýðræðisgáttum þar sem verður auðveldara að kynna sér málin og taka þátt. Með því að pönkast í kerfunum þegar fólk upplifir að á þeim hafi verið brotið. Mig langar bara til þess að við getum öll átt hér gott líf. Að það skipti ekki máli hvaðan við komum eða hvernig staða okkar er. Að spilling fái ekki að grassera og að við fáum öll sömu tækifærin. Að samfélagið sé opið, réttlátt og nútímalegt. Til þess að fólk nenni hreinlega að búa hér og geti notið þess. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun