Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2020 11:31 Máni Pétursson hefur starfað í fjölmiðlum í yfir tuttugu ár. Hann hefur verið edrú í 24 ár og var kominn í algjört andlegt þrot á sínum tíma. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira. Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira.
Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist