Fjarnemendur í hjúkrunarfræði vilja fjarnám í stað verklegs vegna faraldurs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2020 19:00 Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri vilja að verklegt nám fari fram á netinu vegna kórónuveirufaraldursins. Visir Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. Um 50 nemendur, flestir á höfuðborgarsvæðinu stunda fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hluti af náminu er verklegt og fer fram við skólann. Í byrjun þessa mánaðar sendu nemendur á öðru ári bréf til forsvarsfólks hjúkrunarfræðideildar þar sem komu fram áhyggjur þeirra af þróun kórónuveirusmita á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri verið beðið að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Nemendur bentu einnig á að þeir væru flestir að vinna með viðkvæmum hópum. Þeir óskuðu þar eftir að verkleg lotann við skólann yrði færð á rafrænt form. Svar barst frá skólanum þann 5. október þar sem kom m.a. annars fram að verklega lotan yrði haldin 19.-23 og 26.-30. október samkvæmt áætlun nema óvæntar aðstæður kæmu upp. Nemendur yrði kallaðir í verklegt nám sem krefðist viðveru á staðnum. Þá yrðu gerðar ráðstafanir til að takmarka hættu á smiti. Mætingarskylda væri í lotuna. 8. október barst svo annað bréf frá deildinni þar sem kemur aftur fram að skólinn stefni á að halda sig við settar dagsetningar fyrir þá sem hafi möguleika á að koma. Skólinn þurfi að viðhalda alþjóðlegum stöðlum tengt náminu sem þýði að nemendur í hjúkrunarfræði þurfi að klára ákveðna námsþætti til þess að útskrifast. Komist nemendur ekki í þessa lotu muni skólinn bjóða upp á aðrar dagsetningar seinna á misserinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst verklega námið fyrir staðarnema í þessari viku en hjá nemendum í fjarnámi í næstu viku. Þórólfur Guðnason var spurður út í málið í dag. „Við höfum hvatt til þess að höfuðborgarbúar séu ekki að fara að nauðsynjalausu út á land og öfugt.Ég held að fólk verður bara að vega og meta hversu mikil nauðsyn er á þessu, “ sagði Þórólfur Guðnason. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. Um 50 nemendur, flestir á höfuðborgarsvæðinu stunda fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hluti af náminu er verklegt og fer fram við skólann. Í byrjun þessa mánaðar sendu nemendur á öðru ári bréf til forsvarsfólks hjúkrunarfræðideildar þar sem komu fram áhyggjur þeirra af þróun kórónuveirusmita á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri verið beðið að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Nemendur bentu einnig á að þeir væru flestir að vinna með viðkvæmum hópum. Þeir óskuðu þar eftir að verkleg lotann við skólann yrði færð á rafrænt form. Svar barst frá skólanum þann 5. október þar sem kom m.a. annars fram að verklega lotan yrði haldin 19.-23 og 26.-30. október samkvæmt áætlun nema óvæntar aðstæður kæmu upp. Nemendur yrði kallaðir í verklegt nám sem krefðist viðveru á staðnum. Þá yrðu gerðar ráðstafanir til að takmarka hættu á smiti. Mætingarskylda væri í lotuna. 8. október barst svo annað bréf frá deildinni þar sem kemur aftur fram að skólinn stefni á að halda sig við settar dagsetningar fyrir þá sem hafi möguleika á að koma. Skólinn þurfi að viðhalda alþjóðlegum stöðlum tengt náminu sem þýði að nemendur í hjúkrunarfræði þurfi að klára ákveðna námsþætti til þess að útskrifast. Komist nemendur ekki í þessa lotu muni skólinn bjóða upp á aðrar dagsetningar seinna á misserinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst verklega námið fyrir staðarnema í þessari viku en hjá nemendum í fjarnámi í næstu viku. Þórólfur Guðnason var spurður út í málið í dag. „Við höfum hvatt til þess að höfuðborgarbúar séu ekki að fara að nauðsynjalausu út á land og öfugt.Ég held að fólk verður bara að vega og meta hversu mikil nauðsyn er á þessu, “ sagði Þórólfur Guðnason.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira