Neyðarástand í Kirgistan og fyrrverandi forsetinn handtekinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 16:52 Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, heilsar stuðningsmönnum sínum eftir að hann var leystur úr haldi. Hann hefur nú aftur verið handtekinn. AP Photo/Vladimir Voronin Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, hefur verið handtekinn af öryggissveitum landsins. Mikil ólga hefur verið í landinu undanfarna daga vegna umdeildra þingkosninga sem fóru þar fram síðastliðinn sunnudag. Atambayev slapp úr fangelsi með hjálp stuðningsmanna sinna fyrir aðeins nokkrum dögum síðan en hefur nú verið handtekinn á ný. Stuðningsmenn hans hafa harðlega gagnrýnt niðurstöður þingkosninganna sem fóru fram síðastliðinn sunnudag og hefur stjórnálaástandi í landinu verið lýst sem neyðarástandi. Kirgiska þingið skipaði í dag, laugardag, þjóðernissinnaða stjórnálamanninn Sadyr Zhaparov sem nýjan forsætiráðherra landsins eftir að forveri hans sagði af sér. Zhaparov er meðal nokkurra nafntogaðra stjórnmálamanna sem var sleppt úr haldi í vikunni í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Hann sat í fangelsi fyrir að hafa frelsissvipt opinberan starfsmann árið 2013. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu í Kirgistan.AP Photo/Vladimir Voronin Mótmæli hófust í landinu eftir að mótmælendur flykktust út á götur í Bishkek, höfuðborg landsins, og brutust inn í opinberar byggingar á þriðjudag. Mótmælendur krefjast þess að Sooronbay Jeenbekov, forseti landsins sem er stuðningsmaður Rússa, segi af sér. Jeenbekov hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og lögum og reglum er framfylgt. Þangað til, hefur forsetinn lýsti yfir neyðarástandi og er það rakið til þess að átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag. Meira en 1.200 hafa særst í mótmælunum og minnst einn látist. Kirgiskur hermaður við eftirlitsstöð utan við Bishkek, höfuðborg landsins.AP Photo/Vladimir Voronin Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Útgöngubanni hefur einnig verið komið á og eru takmarkanir í gildi á því hverjir mega ferðast til og frá höfuðborginni. Þá hefur forsetinn rekið ýmsa hátt setta menn innan hersins sem annað hvort eru stuðningsmenn andstæðinga hans eða brugðust ekki við þegar stjórnarandstaðan tilkynnti á þriðjudag að hún hygðist ræna völdum. Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Kirgistan Tengdar fréttir Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06 Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Sjá meira
Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, hefur verið handtekinn af öryggissveitum landsins. Mikil ólga hefur verið í landinu undanfarna daga vegna umdeildra þingkosninga sem fóru þar fram síðastliðinn sunnudag. Atambayev slapp úr fangelsi með hjálp stuðningsmanna sinna fyrir aðeins nokkrum dögum síðan en hefur nú verið handtekinn á ný. Stuðningsmenn hans hafa harðlega gagnrýnt niðurstöður þingkosninganna sem fóru fram síðastliðinn sunnudag og hefur stjórnálaástandi í landinu verið lýst sem neyðarástandi. Kirgiska þingið skipaði í dag, laugardag, þjóðernissinnaða stjórnálamanninn Sadyr Zhaparov sem nýjan forsætiráðherra landsins eftir að forveri hans sagði af sér. Zhaparov er meðal nokkurra nafntogaðra stjórnmálamanna sem var sleppt úr haldi í vikunni í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Hann sat í fangelsi fyrir að hafa frelsissvipt opinberan starfsmann árið 2013. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu í Kirgistan.AP Photo/Vladimir Voronin Mótmæli hófust í landinu eftir að mótmælendur flykktust út á götur í Bishkek, höfuðborg landsins, og brutust inn í opinberar byggingar á þriðjudag. Mótmælendur krefjast þess að Sooronbay Jeenbekov, forseti landsins sem er stuðningsmaður Rússa, segi af sér. Jeenbekov hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og lögum og reglum er framfylgt. Þangað til, hefur forsetinn lýsti yfir neyðarástandi og er það rakið til þess að átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag. Meira en 1.200 hafa særst í mótmælunum og minnst einn látist. Kirgiskur hermaður við eftirlitsstöð utan við Bishkek, höfuðborg landsins.AP Photo/Vladimir Voronin Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Útgöngubanni hefur einnig verið komið á og eru takmarkanir í gildi á því hverjir mega ferðast til og frá höfuðborginni. Þá hefur forsetinn rekið ýmsa hátt setta menn innan hersins sem annað hvort eru stuðningsmenn andstæðinga hans eða brugðust ekki við þegar stjórnarandstaðan tilkynnti á þriðjudag að hún hygðist ræna völdum. Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina.
Kirgistan Tengdar fréttir Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06 Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Sjá meira
Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06
Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29