„Þetta er engin venjuleg flensa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2020 18:38 Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira