Gæti minni loftmengun dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Anna Tara Andrésdóttir skrifar 9. október 2020 10:30 Covid-19 faraldurinn geisar enn og yfirvöld halda áfram sínu góða starfi að ráða bug á faraldrinum. Eftir því sem tíminn líður og heimsbyggðin heldur áfram að fást við ástandið koma nýjar upplýsingar og rannsóknir fram á sjónarsviðið sem síður ná til almennings en hafa ýmsar áhugaverðar kenningar að geyma. Rannsóknir eru sjaldnast sammála, þó virðast allar þær rannsóknir sem ég komst yfir vera sammála um eitt: Að aukin loftmengun geti leitt til fleiri smita, alvarlegri einkenna og fleiri dauðsfalla af völdum Covid-19, með öðrum orðum sé fylgni þar á milli. Ein möguleg útskýring er að nokkrar Covid-19 veirur geti bundist við loftmengun og fólk því smitast af meira veirumagni í einu en ella. Líkt og útgöngubönn hafa sýnt hjálpar einangrun við að ná tökum á veirunni, þó telja vísindamenn að einangrun sé ekki ein þar að verki heldur að betri loftgæði spili einnig hlutverk, enda dregur útgöngubann og einangrun umtalsvert úr loftmengun. Ef tekið er mið af því, gæti verið að minni mengun ein og sér gæti dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Læknirinn Zach Bush veltir því fyrir sér hvort Covid-19 veiran geti verið eins konar flutningstæki fyrir loftmengun inn í líkamann. Loftmengunin gæti þannig valdið vefjaskemmdum í ýmsum líffærum vegna súrefnisskorts líkt og við höfum séð. Hann bendir þá sérstaklega á blásýrueitrun því hún hafi mjög svipuð einkenni og Covid-19. Þetta gæti mögulega útskýrt afhverju Covid-19 veiran, sem er öndunarfæraveira, leggi ekki fólk með öndunarfærasjúkdóma í mesta í hættu. Í staðinn eru helstu áhættuhóparnir fólk með háþrýsting, hjarta- og æðavandamál og sykursýki. Auk þess hefur ein stærsta rannsóknin fram að þessu ekki fundið hin hefðbundnu lífsmerki veirusýkinga, engan hita, ekki lækkun á dauffrumum og ekki hækkun á eitilfrumum eins og við væri að búast ef um veirusýkingu væri að ræða. Zach Bush útskýrir enn frekar að fjöldi veira á jörðinni sé um 1031 og því stór meirihluti þeirra sem ógna ekki heilsu okkar. Í raun gegna veirur mjög mikilvægu hlutverki í afkomu mannkynsins. Veirur innsetja sig inn í DNA-ið okkar og uppæra erfðafræðilegar upplýsingar í þeim tilgangi aðlaga mennina betur að umhverfi sínu. Að minnsta kosti 50% af DNA mannkynsins hafa verið uppfærð af veirum, þar á meðal fylgjur óléttra kvenna, því mætti segja að við mennirnir værum ekki á lífi í dag án aðkomu veira. Getur verið að veirur í sjálfu sér sé ekki það sem þurfi að óttast heldur inngrip og lifnaðarhættir mannana sem breyta sambandi okkar við veirurnar? Höfundur er hugsjónarkona og feministi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 faraldurinn geisar enn og yfirvöld halda áfram sínu góða starfi að ráða bug á faraldrinum. Eftir því sem tíminn líður og heimsbyggðin heldur áfram að fást við ástandið koma nýjar upplýsingar og rannsóknir fram á sjónarsviðið sem síður ná til almennings en hafa ýmsar áhugaverðar kenningar að geyma. Rannsóknir eru sjaldnast sammála, þó virðast allar þær rannsóknir sem ég komst yfir vera sammála um eitt: Að aukin loftmengun geti leitt til fleiri smita, alvarlegri einkenna og fleiri dauðsfalla af völdum Covid-19, með öðrum orðum sé fylgni þar á milli. Ein möguleg útskýring er að nokkrar Covid-19 veirur geti bundist við loftmengun og fólk því smitast af meira veirumagni í einu en ella. Líkt og útgöngubönn hafa sýnt hjálpar einangrun við að ná tökum á veirunni, þó telja vísindamenn að einangrun sé ekki ein þar að verki heldur að betri loftgæði spili einnig hlutverk, enda dregur útgöngubann og einangrun umtalsvert úr loftmengun. Ef tekið er mið af því, gæti verið að minni mengun ein og sér gæti dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Læknirinn Zach Bush veltir því fyrir sér hvort Covid-19 veiran geti verið eins konar flutningstæki fyrir loftmengun inn í líkamann. Loftmengunin gæti þannig valdið vefjaskemmdum í ýmsum líffærum vegna súrefnisskorts líkt og við höfum séð. Hann bendir þá sérstaklega á blásýrueitrun því hún hafi mjög svipuð einkenni og Covid-19. Þetta gæti mögulega útskýrt afhverju Covid-19 veiran, sem er öndunarfæraveira, leggi ekki fólk með öndunarfærasjúkdóma í mesta í hættu. Í staðinn eru helstu áhættuhóparnir fólk með háþrýsting, hjarta- og æðavandamál og sykursýki. Auk þess hefur ein stærsta rannsóknin fram að þessu ekki fundið hin hefðbundnu lífsmerki veirusýkinga, engan hita, ekki lækkun á dauffrumum og ekki hækkun á eitilfrumum eins og við væri að búast ef um veirusýkingu væri að ræða. Zach Bush útskýrir enn frekar að fjöldi veira á jörðinni sé um 1031 og því stór meirihluti þeirra sem ógna ekki heilsu okkar. Í raun gegna veirur mjög mikilvægu hlutverki í afkomu mannkynsins. Veirur innsetja sig inn í DNA-ið okkar og uppæra erfðafræðilegar upplýsingar í þeim tilgangi aðlaga mennina betur að umhverfi sínu. Að minnsta kosti 50% af DNA mannkynsins hafa verið uppfærð af veirum, þar á meðal fylgjur óléttra kvenna, því mætti segja að við mennirnir værum ekki á lífi í dag án aðkomu veira. Getur verið að veirur í sjálfu sér sé ekki það sem þurfi að óttast heldur inngrip og lifnaðarhættir mannana sem breyta sambandi okkar við veirurnar? Höfundur er hugsjónarkona og feministi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun