Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2020 12:24 Foreldrar hafa streymt í íþróttahús Sunnulækjarskóla í morgun með börn sín í sýnatöku. Allir þurfa að vera með grímu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira