Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 22:26 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nú á ellefta tímanum. Þar segir jafnframt að stefnt sé að því að ganga endanlega frá samningum um söluna á næstu vikum. Tvær vélanna voru framleiddar árið 1994 og ein árið 2000. Eftir afhendingu verður vélunum breytt úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar. Ekki kemur fram í tilkynningu hver kaupandi vélanna er. Salan er í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757 vélum í flugflota félagsins á næstu árum. Söluverð flugvélanna þriggja er um 21 milljón Bandaríkjadala, eða um 2,9 milljarðar króna á núverandi gengi, líkt og áður segir. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé á bilinu tvær til þrjár milljónir dala yfir bókfærðu virði flugvélanna. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að salan sé jákvætt skref fyrir félagið nú þegar flugrekstur sé í lágmarki. Sala vélanna sýni að enn felist mikil verðmæti í Boeing-757 vélum Icelandair. „Þrátt fyrir sölu þriggja véla býr félagið enn yfir öflugum flugflota sem mun nýtast vel þegar ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurn eftir flugi eykst á ný.“ Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56 Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Sjá meira
Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nú á ellefta tímanum. Þar segir jafnframt að stefnt sé að því að ganga endanlega frá samningum um söluna á næstu vikum. Tvær vélanna voru framleiddar árið 1994 og ein árið 2000. Eftir afhendingu verður vélunum breytt úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar. Ekki kemur fram í tilkynningu hver kaupandi vélanna er. Salan er í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757 vélum í flugflota félagsins á næstu árum. Söluverð flugvélanna þriggja er um 21 milljón Bandaríkjadala, eða um 2,9 milljarðar króna á núverandi gengi, líkt og áður segir. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé á bilinu tvær til þrjár milljónir dala yfir bókfærðu virði flugvélanna. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að salan sé jákvætt skref fyrir félagið nú þegar flugrekstur sé í lágmarki. Sala vélanna sýni að enn felist mikil verðmæti í Boeing-757 vélum Icelandair. „Þrátt fyrir sölu þriggja véla býr félagið enn yfir öflugum flugflota sem mun nýtast vel þegar ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurn eftir flugi eykst á ný.“
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56 Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Sjá meira
312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01
Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56
Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20