Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 16:46 Óvíst er hvort spilað verður í Dominos-deildunum á næstunni og nákvæmlega hvernig lið mega haga sínum æfingum. vísir/vilhelm Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“ Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55
Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01
Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33
KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01
Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21