Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2020 19:21 Ásgeir Jónsson reiknar með að verðbólga verði komin að markmiði Seðlabankans í byrjun næsta árs. Stöð 2/Egill Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18