Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. október 2020 12:34 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir. Kennarasamband Íslands Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira