Smit hefur komið upp hjá starfsmanni í félagsmiðstöðinni Öskju. Starfsmaðurinn hafði tekið þátt í starfi fyrir eldri börn félagsmiðstöðvarinnar. Munu öll börn þau börn sem sækja það starf þurfa í sóttkví vegna smitsins sem og hluti starfsfólks.
Askja er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Klettaskóla, sem er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn. Skólinn þjónar nemendum af öllu landinu.
Fram kemur í tölvupósti sem sendur var út vegna smitsins að þau sem þurfa í sóttkví munu vera í sóttkví frá og með deginum í dag til 16. október næstkomandi. Á sjöunda degi munu öll þurfa í sýnatöku.