Landspítalinn „ekki eins tilbúinn“ nú og í vor Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 10:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Lögreglan Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Sjá meira
Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Sjá meira