Grípa til harðra aðgerða í Madríd Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 16:23 Heilbrigðisstarfsmernn við skimun í Madríd. AP/Bernat Armangue Um það bil 4,8 milljónir íbúa Madrídar mega nú ekki yfirgefa borgina, sem er fyrsta höfuðborg Evrópu þar sem gripið er til svo harðra sóttvarnaraðgerða á nýjan leik. Veitingahúsum og krám í Madríd verður lokað snemma í kvöld og verður hámarksfjöldi gesta þeirra takmarkaður um helming í framhaldi af því. Aðgerðirnar nú eru ekki jafn strangar og þær voru fyrr á árinu þegar Covid-19 var í hraðri útbreiðslu á Spáni. Fólki var meinað að yfirgefa heimili sín í mars. Nú hefur þeim verið ráðlagt að yfirgefa ekki heimili sín nema þegar nauðsynlegt er. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Spáni og í Madríd. Um 850 af hverjum hundrað þúsund íbúum hafa smitast, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem Reuters vitnar í. Íbúar sem blaðamenn Reuters ræddu við segjast þreyttir á deilum embættismanna í Madríd og ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórn Madrídar hafði sett sambærilegar takmarkanir á í fátækari hverfum borgarinnar en ríkisstjórn Spánar fyrirskipaði að þær áttu að ná yfir alla íbúa og íbúa úthverfa Madrídar. Þá efast einhverjir um að aðgerðirnar muni virka. „Við höfum verið með grímur í átta mánuði. Án klúbba og samkvæma en samt er faraldurinn enn í gangi. Hvaða máli munu þessar aðgerðir þá skipta?“ sagði Sonny van den Hosltein, eigandi veitingahúss. Hann sagði íbúa ráðvillta og óttaslegna. Í heildina hafa um 779 þúsund manns smitast af Covid-19 á spáni og tæplega 32 þúsund hafa dáið, frá upphafi faraldursins. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Um það bil 4,8 milljónir íbúa Madrídar mega nú ekki yfirgefa borgina, sem er fyrsta höfuðborg Evrópu þar sem gripið er til svo harðra sóttvarnaraðgerða á nýjan leik. Veitingahúsum og krám í Madríd verður lokað snemma í kvöld og verður hámarksfjöldi gesta þeirra takmarkaður um helming í framhaldi af því. Aðgerðirnar nú eru ekki jafn strangar og þær voru fyrr á árinu þegar Covid-19 var í hraðri útbreiðslu á Spáni. Fólki var meinað að yfirgefa heimili sín í mars. Nú hefur þeim verið ráðlagt að yfirgefa ekki heimili sín nema þegar nauðsynlegt er. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Spáni og í Madríd. Um 850 af hverjum hundrað þúsund íbúum hafa smitast, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem Reuters vitnar í. Íbúar sem blaðamenn Reuters ræddu við segjast þreyttir á deilum embættismanna í Madríd og ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórn Madrídar hafði sett sambærilegar takmarkanir á í fátækari hverfum borgarinnar en ríkisstjórn Spánar fyrirskipaði að þær áttu að ná yfir alla íbúa og íbúa úthverfa Madrídar. Þá efast einhverjir um að aðgerðirnar muni virka. „Við höfum verið með grímur í átta mánuði. Án klúbba og samkvæma en samt er faraldurinn enn í gangi. Hvaða máli munu þessar aðgerðir þá skipta?“ sagði Sonny van den Hosltein, eigandi veitingahúss. Hann sagði íbúa ráðvillta og óttaslegna. Í heildina hafa um 779 þúsund manns smitast af Covid-19 á spáni og tæplega 32 þúsund hafa dáið, frá upphafi faraldursins.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira