Staðfesti fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 15:32 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira