Bein útsending: Samtal við Tjörnina Tinni Sveinsson skrifar 2. október 2020 10:03 Orgel Fríkirkjunnar spilar eftir hreyfingum Tjarnarinnar. Vísir/Vilhelm Tónsmíðanemendur við Listaháskóla Íslands hafa verið að vinna verkefni í gagnvirkri tónlist síðustu viku og verða niðurstöður tilrauna þeirra sýndar í beinni útsendingu í dag. Hægt er að fylgjast með afrakstrinum hér fyrir neðan. Orgelízkt samtal við Tjörnina Orgelízkt samtal við Tjörnina er samstarfsverkefni Idu Juhl, Bjarna Elí, Örlygs Steinars Arnalds og Óskars Þórs Arngrímssonar, sem eru annars árs nemar við nýmiðlatónsmíðabraut. Verkið byggist á tilraunum nemenda við tónlistarforritun og hafa þau gert forrit sem að tekur upplýsingar af vefmyndavél sem býr til upplýsingar úr litaafbrigðum og hreyfingum Tjarnarinnar. Skilaboðin eru send í orgel Fríkirkjunar. Verkið verður flutt í Fríkirkjunni milli klukkan 10 og 13 í dag og er öllum velkomið að koma og taka þátt. Veðurhornið Veðurhornið er samstarfsverkefni þriggja nemenda við tónlistadeild Listaháskóla Íslands. Verkefnið notfærir nýjustu veðurathuganir frá fimm stöðum á landinu ásamt rauntímaviðbrögðum frá áhorfendum Facebook Live streymis í Max tónlistarforritunarumhverfinu til þess að framkalla lesanlegar nótur sem eru svo leiknar á horn fyrir áhorfendurna. Þeir sem eru hvattir til þess að nota „reaction“ takkana, en viðbrögð þeirra er drifkraftur verksins og má því segja að áhorfendur taki allir þátt í verkinu. Höfundar verksins eru Jóhannes Stefánsson og Robin Morabito, annars árs nemar á nýmiðlatónsmíðabraut, og Atli Sigurðsson, annars árs nemi á hljóðfæraleikarabraut. Verkinu verður streymt á milli 13 og 14 í dag. Menning Reykjavík Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónsmíðanemendur við Listaháskóla Íslands hafa verið að vinna verkefni í gagnvirkri tónlist síðustu viku og verða niðurstöður tilrauna þeirra sýndar í beinni útsendingu í dag. Hægt er að fylgjast með afrakstrinum hér fyrir neðan. Orgelízkt samtal við Tjörnina Orgelízkt samtal við Tjörnina er samstarfsverkefni Idu Juhl, Bjarna Elí, Örlygs Steinars Arnalds og Óskars Þórs Arngrímssonar, sem eru annars árs nemar við nýmiðlatónsmíðabraut. Verkið byggist á tilraunum nemenda við tónlistarforritun og hafa þau gert forrit sem að tekur upplýsingar af vefmyndavél sem býr til upplýsingar úr litaafbrigðum og hreyfingum Tjarnarinnar. Skilaboðin eru send í orgel Fríkirkjunar. Verkið verður flutt í Fríkirkjunni milli klukkan 10 og 13 í dag og er öllum velkomið að koma og taka þátt. Veðurhornið Veðurhornið er samstarfsverkefni þriggja nemenda við tónlistadeild Listaháskóla Íslands. Verkefnið notfærir nýjustu veðurathuganir frá fimm stöðum á landinu ásamt rauntímaviðbrögðum frá áhorfendum Facebook Live streymis í Max tónlistarforritunarumhverfinu til þess að framkalla lesanlegar nótur sem eru svo leiknar á horn fyrir áhorfendurna. Þeir sem eru hvattir til þess að nota „reaction“ takkana, en viðbrögð þeirra er drifkraftur verksins og má því segja að áhorfendur taki allir þátt í verkinu. Höfundar verksins eru Jóhannes Stefánsson og Robin Morabito, annars árs nemar á nýmiðlatónsmíðabraut, og Atli Sigurðsson, annars árs nemi á hljóðfæraleikarabraut. Verkinu verður streymt á milli 13 og 14 í dag.
Menning Reykjavík Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira