Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 18:40 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu við heimsókn Trumps til Norður-Kóreu í júní 2019. Dong-A Ilbo/Getty Images Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. Þá skrifaði hann að framtíðarfundir með Trump myndu líkjast „senu úr fantasíukvikmynd.“ Á sama tíma var mikil hernaðaruppbygging í gangi í Norður-Kóreu. Verið var að grafa neðanjarðargöng og byggja vopnageymslur neðanjarðar til þess að hægt væri að færa vopn á milli staða. Þá var einnig verið að reisa nýjar byggingar við kjarnorkuver nærri höfuðborg landsins, þar sem verið var að auðga úran fyrir allt að fimmtán nýjar kjarnorkusprengjur. Þetta hefur The Washington Post eftir opinberum starfsmönnum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og vísar einnig í skýrslu sem gerð var af Sameinuðu þjóðunum. Fram kemur í skýrslunni að frá því að Kim og Trump fóru að funda árið 2018 hafi Norður-Kórea hætt að prófa kjarnavopn svo til sæist en hafi hins vegar ekki hætt þróun þeirra. Ný gögn sýni jafnframt fram á að Kim hafi nýtt sér athyglina sem viðræðurnar við Bandaríkin fengu til þess að fela sín hættulegustu vopn og verja þau frá mögulegum árásum. Markmið viðræðna Bandaríkjanna við Norður-Kóreu var að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaganum og þó svo að það virðist að einhverju leiti hafa tekist, vegna þess að engar prófanir hafi verið gerðar á þeim af Norður-Kóreu, er það ekki svo. Enn búi ríkið yfir fjölda kjarnorkuvopna, ekki einu slíku hafi verið eytt og enn hafi eldflaugaverksmiðjum ekki verið lokað. Sérfræðingar segja að viðræðurnar hafi aðeins skilað því að Norður-Kórea sé betur vopnuð og að kjarnorkuvopnabyrgðir landsins séu dreifðar um landið fyrir tilstilli neðanjarðarganganna. Þá hafi Kim einnig notið góðs af vinskapnum við Trump. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. Þá skrifaði hann að framtíðarfundir með Trump myndu líkjast „senu úr fantasíukvikmynd.“ Á sama tíma var mikil hernaðaruppbygging í gangi í Norður-Kóreu. Verið var að grafa neðanjarðargöng og byggja vopnageymslur neðanjarðar til þess að hægt væri að færa vopn á milli staða. Þá var einnig verið að reisa nýjar byggingar við kjarnorkuver nærri höfuðborg landsins, þar sem verið var að auðga úran fyrir allt að fimmtán nýjar kjarnorkusprengjur. Þetta hefur The Washington Post eftir opinberum starfsmönnum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og vísar einnig í skýrslu sem gerð var af Sameinuðu þjóðunum. Fram kemur í skýrslunni að frá því að Kim og Trump fóru að funda árið 2018 hafi Norður-Kórea hætt að prófa kjarnavopn svo til sæist en hafi hins vegar ekki hætt þróun þeirra. Ný gögn sýni jafnframt fram á að Kim hafi nýtt sér athyglina sem viðræðurnar við Bandaríkin fengu til þess að fela sín hættulegustu vopn og verja þau frá mögulegum árásum. Markmið viðræðna Bandaríkjanna við Norður-Kóreu var að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaganum og þó svo að það virðist að einhverju leiti hafa tekist, vegna þess að engar prófanir hafi verið gerðar á þeim af Norður-Kóreu, er það ekki svo. Enn búi ríkið yfir fjölda kjarnorkuvopna, ekki einu slíku hafi verið eytt og enn hafi eldflaugaverksmiðjum ekki verið lokað. Sérfræðingar segja að viðræðurnar hafi aðeins skilað því að Norður-Kórea sé betur vopnuð og að kjarnorkuvopnabyrgðir landsins séu dreifðar um landið fyrir tilstilli neðanjarðarganganna. Þá hafi Kim einnig notið góðs af vinskapnum við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16