ÍH fylgir KFS upp í 3. deild eftir stórsigur í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 20:30 Brynjar Ásgeir stýrði sínum mönnum upp úr 4. deildinni þrátt fyrir að hefja tímabilið í hjólastól. Vísir/ÍH Íþróttafélag Hafnafjarðar tryggði sér sæti í 3. deild karla í knattspyrnu með ótrúlegum 7-1 sigri á Kormáki/Hvöt í úrslitakeppni 4. deildarinnar í kvöld. Leikið var inn í Skessunni í Hafnafirði og ljóst að veðurblíðan hentaði Hafnfirðingum mun betur en gestunum frá Blönduósi og Hvammstanga. Fyrri leik liðanna - á Blönduósi - lauk með 1-1 jafntefli en í kvöld var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Sigurinn var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en ÍH komst í 5-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn. Þeir bættu við tveimur mörkum í kjölfarið og unnu 7-1 sigur á endanum. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði fyrsta mark ÍH í leiknum og Andri Þór Sólbergsson bætti við tveimur í kjölfarið. Pétur Hrafn Friðriksson skoraði tvö næstu mörk leiksins og ÍH komið í 5-0. Hilmar Þór Kárason minnkaði muninn fyrir gestina áður en Bergþór Snær Gunnarsson bætti við sjötta markinu. Pétur Hrafn fullkomnaði svo þrennu sína og tryggði ÍH endanlega sæti í 3. deild undir lok leiks. Brynjar Ásgeir Guðmundsson, varnarmaður FH, er þjálfari ÍH. Hann hefur ekki spilað með FH í sumar sökum þess að hann sleit hásin í vor. ÍH fylgir þar með KFS upp í 3. deildina að ári en liðin eiga eftir að útkljá hvort endar sem sigurvegari 4. deildar í knattspyrnu árið 2020. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir KFS komið upp í 3. deild að nýju Lið KFS frá Vestmannaeyjum er komið upp í 3. deild karla í knattspyrnu eftir sigur á Hamri frá Hveragerði í dag. Gömlu brýnin Ian Jeffs, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Matt Garner leika allir með liðinu. 30. september 2020 17:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Íþróttafélag Hafnafjarðar tryggði sér sæti í 3. deild karla í knattspyrnu með ótrúlegum 7-1 sigri á Kormáki/Hvöt í úrslitakeppni 4. deildarinnar í kvöld. Leikið var inn í Skessunni í Hafnafirði og ljóst að veðurblíðan hentaði Hafnfirðingum mun betur en gestunum frá Blönduósi og Hvammstanga. Fyrri leik liðanna - á Blönduósi - lauk með 1-1 jafntefli en í kvöld var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Sigurinn var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en ÍH komst í 5-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn. Þeir bættu við tveimur mörkum í kjölfarið og unnu 7-1 sigur á endanum. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði fyrsta mark ÍH í leiknum og Andri Þór Sólbergsson bætti við tveimur í kjölfarið. Pétur Hrafn Friðriksson skoraði tvö næstu mörk leiksins og ÍH komið í 5-0. Hilmar Þór Kárason minnkaði muninn fyrir gestina áður en Bergþór Snær Gunnarsson bætti við sjötta markinu. Pétur Hrafn fullkomnaði svo þrennu sína og tryggði ÍH endanlega sæti í 3. deild undir lok leiks. Brynjar Ásgeir Guðmundsson, varnarmaður FH, er þjálfari ÍH. Hann hefur ekki spilað með FH í sumar sökum þess að hann sleit hásin í vor. ÍH fylgir þar með KFS upp í 3. deildina að ári en liðin eiga eftir að útkljá hvort endar sem sigurvegari 4. deildar í knattspyrnu árið 2020.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir KFS komið upp í 3. deild að nýju Lið KFS frá Vestmannaeyjum er komið upp í 3. deild karla í knattspyrnu eftir sigur á Hamri frá Hveragerði í dag. Gömlu brýnin Ian Jeffs, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Matt Garner leika allir með liðinu. 30. september 2020 17:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
KFS komið upp í 3. deild að nýju Lið KFS frá Vestmannaeyjum er komið upp í 3. deild karla í knattspyrnu eftir sigur á Hamri frá Hveragerði í dag. Gömlu brýnin Ian Jeffs, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Matt Garner leika allir með liðinu. 30. september 2020 17:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn