Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út nú skömmu eftir hádegi eftir að tilkynnt var um eld í íbúð í Hlíðahverfi í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reyndist hafa kviknað í blómaskreytingu, sem búið er að fjarlægja úr íbúðinni.
Reykræsting stendur nú yfir. Ekki fengust upplýsingar um það hvort einhver hafi verið í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.