Þessar tíu hugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2020 12:32 Frá verðlaunaafhendingu Gulleggsins 2018. Frumkvöðlakeppnin Gulleggið hefur staðið yfir undanfarnar vikur þar sem vel á annað hundrað teymi hafa fengið þjálfun og leiðsögn á vegum Icelandic Startups við að móta viðskiptahugmyndir sínar. Öllum þátttakendum stóð til boða að skila inn viðskiptaáætlun í rýni hjá dómnefnd og hafa nú tíu stigahæstu hugmyndirnar verið valdar og keppa til úrslita þann 16. október. Svo segir í tilkynningu frá Icelandic Startup. Keppnin fer nú fram í fjórtánda sinn. Í gegnum árin má þar finna fyrirtæki á borð við Meniga, Controlant og Pay Analytics sem öll hafa náð eftirtektarverðum árangri í starfsemi sinni. Þau tíu teymi sem keppa til úrslita í Gullegginu árið 2020 eru eftirtalin: Electra Electra veitir áfengis- og vímuefnasjúklingum sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi bætta þjónustu með tilkomu hugbúnaðar. Eno Eno er hugbúnaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hjálpar þeim að útbúa skýrslur eins og stórfyrirtæki. Greiningarvinnan og skýrslugerðin eru sjálfvirknivædd og einfölduð til þess að bæta yfirsýn og gagnadrifna ákvarðanatöku. Frosti: Íslenskar skyrflögur, laktósafríar með vanillubragði og blárri spírulínu - Víkingafæða með nýstárlegri viðbót! Hemp Pack Með því að nýta iðnaðarhamp og örverur ætlar Hemp Pack að framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í nátturunni Heima Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og hugrænu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga. Kinder Kinder er leikjavæddur vettvangur þar sem allir geta sótt sér verkefni í sínu nærumhverfi og unnið það í skiptum fyrir umbun frá sveitarfélaginu. Máltíð Máltíð þróar næringarútreiknaða matseðla fyrir grunnskóla með það að markmiði að minnka matarsóun. Orkulauf Orkulauf er snjallsímaforrit sem hvetur notendur sína til að tileinka sér umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl. Showdeck Showdeck er Vefvangur til framleiðslu og varðveislu á sviðslistaverkum og viðburðum.. Your Global Guide Your Global Guide er rafræn leiðsögulausn fyrir snjalltæki sem hámarkar upplifun ferðamanna og hagnað ferðaþjónustufyrirtækja. Nýsköpun Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Frumkvöðlakeppnin Gulleggið hefur staðið yfir undanfarnar vikur þar sem vel á annað hundrað teymi hafa fengið þjálfun og leiðsögn á vegum Icelandic Startups við að móta viðskiptahugmyndir sínar. Öllum þátttakendum stóð til boða að skila inn viðskiptaáætlun í rýni hjá dómnefnd og hafa nú tíu stigahæstu hugmyndirnar verið valdar og keppa til úrslita þann 16. október. Svo segir í tilkynningu frá Icelandic Startup. Keppnin fer nú fram í fjórtánda sinn. Í gegnum árin má þar finna fyrirtæki á borð við Meniga, Controlant og Pay Analytics sem öll hafa náð eftirtektarverðum árangri í starfsemi sinni. Þau tíu teymi sem keppa til úrslita í Gullegginu árið 2020 eru eftirtalin: Electra Electra veitir áfengis- og vímuefnasjúklingum sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi bætta þjónustu með tilkomu hugbúnaðar. Eno Eno er hugbúnaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hjálpar þeim að útbúa skýrslur eins og stórfyrirtæki. Greiningarvinnan og skýrslugerðin eru sjálfvirknivædd og einfölduð til þess að bæta yfirsýn og gagnadrifna ákvarðanatöku. Frosti: Íslenskar skyrflögur, laktósafríar með vanillubragði og blárri spírulínu - Víkingafæða með nýstárlegri viðbót! Hemp Pack Með því að nýta iðnaðarhamp og örverur ætlar Hemp Pack að framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í nátturunni Heima Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og hugrænu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga. Kinder Kinder er leikjavæddur vettvangur þar sem allir geta sótt sér verkefni í sínu nærumhverfi og unnið það í skiptum fyrir umbun frá sveitarfélaginu. Máltíð Máltíð þróar næringarútreiknaða matseðla fyrir grunnskóla með það að markmiði að minnka matarsóun. Orkulauf Orkulauf er snjallsímaforrit sem hvetur notendur sína til að tileinka sér umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl. Showdeck Showdeck er Vefvangur til framleiðslu og varðveislu á sviðslistaverkum og viðburðum.. Your Global Guide Your Global Guide er rafræn leiðsögulausn fyrir snjalltæki sem hámarkar upplifun ferðamanna og hagnað ferðaþjónustufyrirtækja.
Nýsköpun Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira