Þessar tíu hugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2020 12:32 Frá verðlaunaafhendingu Gulleggsins 2018. Frumkvöðlakeppnin Gulleggið hefur staðið yfir undanfarnar vikur þar sem vel á annað hundrað teymi hafa fengið þjálfun og leiðsögn á vegum Icelandic Startups við að móta viðskiptahugmyndir sínar. Öllum þátttakendum stóð til boða að skila inn viðskiptaáætlun í rýni hjá dómnefnd og hafa nú tíu stigahæstu hugmyndirnar verið valdar og keppa til úrslita þann 16. október. Svo segir í tilkynningu frá Icelandic Startup. Keppnin fer nú fram í fjórtánda sinn. Í gegnum árin má þar finna fyrirtæki á borð við Meniga, Controlant og Pay Analytics sem öll hafa náð eftirtektarverðum árangri í starfsemi sinni. Þau tíu teymi sem keppa til úrslita í Gullegginu árið 2020 eru eftirtalin: Electra Electra veitir áfengis- og vímuefnasjúklingum sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi bætta þjónustu með tilkomu hugbúnaðar. Eno Eno er hugbúnaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hjálpar þeim að útbúa skýrslur eins og stórfyrirtæki. Greiningarvinnan og skýrslugerðin eru sjálfvirknivædd og einfölduð til þess að bæta yfirsýn og gagnadrifna ákvarðanatöku. Frosti: Íslenskar skyrflögur, laktósafríar með vanillubragði og blárri spírulínu - Víkingafæða með nýstárlegri viðbót! Hemp Pack Með því að nýta iðnaðarhamp og örverur ætlar Hemp Pack að framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í nátturunni Heima Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og hugrænu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga. Kinder Kinder er leikjavæddur vettvangur þar sem allir geta sótt sér verkefni í sínu nærumhverfi og unnið það í skiptum fyrir umbun frá sveitarfélaginu. Máltíð Máltíð þróar næringarútreiknaða matseðla fyrir grunnskóla með það að markmiði að minnka matarsóun. Orkulauf Orkulauf er snjallsímaforrit sem hvetur notendur sína til að tileinka sér umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl. Showdeck Showdeck er Vefvangur til framleiðslu og varðveislu á sviðslistaverkum og viðburðum.. Your Global Guide Your Global Guide er rafræn leiðsögulausn fyrir snjalltæki sem hámarkar upplifun ferðamanna og hagnað ferðaþjónustufyrirtækja. Nýsköpun Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Frumkvöðlakeppnin Gulleggið hefur staðið yfir undanfarnar vikur þar sem vel á annað hundrað teymi hafa fengið þjálfun og leiðsögn á vegum Icelandic Startups við að móta viðskiptahugmyndir sínar. Öllum þátttakendum stóð til boða að skila inn viðskiptaáætlun í rýni hjá dómnefnd og hafa nú tíu stigahæstu hugmyndirnar verið valdar og keppa til úrslita þann 16. október. Svo segir í tilkynningu frá Icelandic Startup. Keppnin fer nú fram í fjórtánda sinn. Í gegnum árin má þar finna fyrirtæki á borð við Meniga, Controlant og Pay Analytics sem öll hafa náð eftirtektarverðum árangri í starfsemi sinni. Þau tíu teymi sem keppa til úrslita í Gullegginu árið 2020 eru eftirtalin: Electra Electra veitir áfengis- og vímuefnasjúklingum sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi bætta þjónustu með tilkomu hugbúnaðar. Eno Eno er hugbúnaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hjálpar þeim að útbúa skýrslur eins og stórfyrirtæki. Greiningarvinnan og skýrslugerðin eru sjálfvirknivædd og einfölduð til þess að bæta yfirsýn og gagnadrifna ákvarðanatöku. Frosti: Íslenskar skyrflögur, laktósafríar með vanillubragði og blárri spírulínu - Víkingafæða með nýstárlegri viðbót! Hemp Pack Með því að nýta iðnaðarhamp og örverur ætlar Hemp Pack að framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í nátturunni Heima Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og hugrænu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga. Kinder Kinder er leikjavæddur vettvangur þar sem allir geta sótt sér verkefni í sínu nærumhverfi og unnið það í skiptum fyrir umbun frá sveitarfélaginu. Máltíð Máltíð þróar næringarútreiknaða matseðla fyrir grunnskóla með það að markmiði að minnka matarsóun. Orkulauf Orkulauf er snjallsímaforrit sem hvetur notendur sína til að tileinka sér umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl. Showdeck Showdeck er Vefvangur til framleiðslu og varðveislu á sviðslistaverkum og viðburðum.. Your Global Guide Your Global Guide er rafræn leiðsögulausn fyrir snjalltæki sem hámarkar upplifun ferðamanna og hagnað ferðaþjónustufyrirtækja.
Nýsköpun Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira