Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 08:31 KR-ingar eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. „Ég hef áhyggjur af KR-liðinu og aðallega af þessu andleysi,“ sagði Helena Ólafsdóttir í þætti sínum Pepsi Max mörkunum. Hún vísaði þar til frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik, í 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á föstudaginn. KR-ingar hafi einfaldlega ekki hlaupið og barist eins og lið sem berst fyrir lífi sínu í efstu deild: „Mér finnst þetta óskiljanlegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en þær Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. „Ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns“ „Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt að hlaupa og berjast alla leiki en ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns. Að kasta svona sex stiga leik frá sér, með skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik… Mér er alveg sama þó að það hafi vantað tvo leikmenn þarna, þannig er það alls staðar. Ef þú ætlar að hugsa með þér að þú eigir sex leiki eftir, sem er reyndar sturlað, þá er ekkert öruggt í því,“ sagði Mist. Helena sagðist vita til þess að KR hefði viljað spila í landsleikjahléinu í þessum mánuði, í stað þess að spila nú tvo leiki í viku þær þrjár vikur sem eru til stefnu. KR er með 10 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti, og á sex leiki eftir en önnur lið í fallbaráttunni þrjá. „Þær eiga þriðjung af sínum leikjum eftir, þegar það eru 19 dagar eftir. Þetta er alveg bilað. En það eru engar afsakanir varðandi þennan Stjörnuleik. Þá höfðu þær fengið hvíld og voru ferskar. Það er akkúrat leikurinn sem maður hefði haldið að væri einna mikilvægastur. Maður hefur alveg áhyggjur því þetta er ekki það lið sem er fráast á fæti í þessari deild,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörkin - Lokaspretturinn hjá KR Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. „Ég hef áhyggjur af KR-liðinu og aðallega af þessu andleysi,“ sagði Helena Ólafsdóttir í þætti sínum Pepsi Max mörkunum. Hún vísaði þar til frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik, í 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á föstudaginn. KR-ingar hafi einfaldlega ekki hlaupið og barist eins og lið sem berst fyrir lífi sínu í efstu deild: „Mér finnst þetta óskiljanlegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en þær Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. „Ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns“ „Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt að hlaupa og berjast alla leiki en ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns. Að kasta svona sex stiga leik frá sér, með skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik… Mér er alveg sama þó að það hafi vantað tvo leikmenn þarna, þannig er það alls staðar. Ef þú ætlar að hugsa með þér að þú eigir sex leiki eftir, sem er reyndar sturlað, þá er ekkert öruggt í því,“ sagði Mist. Helena sagðist vita til þess að KR hefði viljað spila í landsleikjahléinu í þessum mánuði, í stað þess að spila nú tvo leiki í viku þær þrjár vikur sem eru til stefnu. KR er með 10 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti, og á sex leiki eftir en önnur lið í fallbaráttunni þrjá. „Þær eiga þriðjung af sínum leikjum eftir, þegar það eru 19 dagar eftir. Þetta er alveg bilað. En það eru engar afsakanir varðandi þennan Stjörnuleik. Þá höfðu þær fengið hvíld og voru ferskar. Það er akkúrat leikurinn sem maður hefði haldið að væri einna mikilvægastur. Maður hefur alveg áhyggjur því þetta er ekki það lið sem er fráast á fæti í þessari deild,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörkin - Lokaspretturinn hjá KR
Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42