Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Samtök atvinnulífsins blésu af atkvæðagreiðslu um uppsögn lífskjarasamningsins eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða aðgerðapakka fyrir vinnumarkaðinn. Tryggingagjald verður lækkað en forseti ASÍ gagnrýnir meintar hótanir Samtaka atvinnulífsins. 

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu.

Einnig verður rætt við Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans í beinni útsendingu vegna stöðunnar á spítalanum þar sem 37 starfsmenn eru sýktir af kórónuveirunni og 121 í sóttkví.

Hætt er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Verðbólga hefur aukist og mun sú þróun halda áfram allt fram yfir áramót gangi spár eftir.

Þá verður fjallað um móður sem flutti með langveikan son sinn til Noregs til að fá viðunandi heilbrigðisþjónustu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×