Réðust á mann með eggvopni, stálu bíl hans og rændu búð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 06:19 Eignaspjöll, rán og akstur undir áhrifum fíkniefna var á meðal þess sem kom á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Klukkan 17:46 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um rán í Kópavogi. Þar höfðu tveir menn ráðist á mann, ógnað honum með eggvopni og stolið bíl hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir jafnframt að um fjörutíu mínútum síðar var síðan tilkynnt um bílinn á Breiðholtsbraut þar sem honum var ekið aftan á annan bíl og svo af vettvangi. Um nóttina, eða upp úr klukkan hálftvö, var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru að stela vörum í búð í Kópavogi. Hafði starfsmanni verslunarinnar verið hótað þegar hann reyndi að hafa afskipti af mönnunum. Mennirnir komu aftur inn í verslunina þar sem þeir héldu að þeir hefðu týnt bíllyklum og ógnuðu þá starfsmanni með eggvopni. Skömmu síðar kom lögregla á vettvang og handtók mennina. Voru þarna sömu menn á ferð og höfðu ráðist á mann og stolið bíl hans fyrr um kvöldið. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Upp úr klukkan hálfsex í gærkvöldi var síðan ofurölvi maður handtekinn í hverfi 104. Var maðurinn til ama við sparkvöll þar sem börn voru að leik. Hann gat hvorki framvísað skilríkjum né gefið upp kennitölu og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands. Skömmu eftir klukkan hálfsjö var tilkynnt um brot á sóttkví í Kópavogi. Tveir erlendir verkamenn sem eiga að vera í sóttkví til 11. október sagðir hafa verið á ferðinni meðal fólks. Málið er í skoðun hjá lögreglu. Þá var tilkynnt um eignaspjöll og rúðubrot í austurbænum klukkan 19:44. Var gerandi í mjög annarlegu ástandi handtekinn nærri vettvangi og var hann með skurð á hendi sem blæddi úr. Farið var með manninn á slysadeild þar sem saumuð voru nokkur spor í hönd hans. Hann var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Klukkan 17:46 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um rán í Kópavogi. Þar höfðu tveir menn ráðist á mann, ógnað honum með eggvopni og stolið bíl hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir jafnframt að um fjörutíu mínútum síðar var síðan tilkynnt um bílinn á Breiðholtsbraut þar sem honum var ekið aftan á annan bíl og svo af vettvangi. Um nóttina, eða upp úr klukkan hálftvö, var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru að stela vörum í búð í Kópavogi. Hafði starfsmanni verslunarinnar verið hótað þegar hann reyndi að hafa afskipti af mönnunum. Mennirnir komu aftur inn í verslunina þar sem þeir héldu að þeir hefðu týnt bíllyklum og ógnuðu þá starfsmanni með eggvopni. Skömmu síðar kom lögregla á vettvang og handtók mennina. Voru þarna sömu menn á ferð og höfðu ráðist á mann og stolið bíl hans fyrr um kvöldið. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Upp úr klukkan hálfsex í gærkvöldi var síðan ofurölvi maður handtekinn í hverfi 104. Var maðurinn til ama við sparkvöll þar sem börn voru að leik. Hann gat hvorki framvísað skilríkjum né gefið upp kennitölu og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands. Skömmu eftir klukkan hálfsjö var tilkynnt um brot á sóttkví í Kópavogi. Tveir erlendir verkamenn sem eiga að vera í sóttkví til 11. október sagðir hafa verið á ferðinni meðal fólks. Málið er í skoðun hjá lögreglu. Þá var tilkynnt um eignaspjöll og rúðubrot í austurbænum klukkan 19:44. Var gerandi í mjög annarlegu ástandi handtekinn nærri vettvangi og var hann með skurð á hendi sem blæddi úr. Farið var með manninn á slysadeild þar sem saumuð voru nokkur spor í hönd hans. Hann var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira