Doc Rivers er hættur sem þjálfari Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta. Adrian Wojnarowski hjá íþróttamiðlinum ESPN greindi fyrstur frá líkt og venjulega þegar kemur að fréttum í NBA-deildinni.
Coach Doc Rivers is out with the Clippers, sources tell ESPN.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 28, 2020
Los Angeles Clippers tapaði á órúlegan hátt gegn Denver Nuggets í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í körfubolta fyrir ekki svo löngu. Clippers voru 3-1 yfir gegn Nuggets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa þá forystu niður og tapa einvíginu á endanum 4-3.
Er þetta í þriðja sinn sem lið undir stjórn Doc Rivers missa niður 3-1 forystu í úrslitakeppninni. Þjálfarinn gerði Boston Celtics að meisturum árið 2008 og var talið að Clippers myndi allavega fara í úrslit Vesturdeildarinnar í ár og mæta þar nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers.
Doc staðfesti fregnirnar sjálfur á samfélagsmiðlum skömmu á eftir Woj. Hann óskar Clippers alls hins besta og segir að félagið sé til alls líklegt á komandi árum.
— doc rivers (@DocRivers) September 28, 2020
Clippers duttu út og Lakers lögðu Denver í úrslitum Vesturdeildinni. Þeir mæta svo Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í ár.