Segja eldisfyrirtækin sýna lögum fullkomna fyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2020 15:45 Myndin sýnir sjóbirting sem lenti í lúsageri á leið til heimkynna sinna við Lofoten í Norður Noregi. Fiskur sem fær slíkan fjölda af lús á sig á mjög takmarkaða möguleika á að lifa af. Redd Villaksen - norsk náttúruverndarsamtök „Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur. Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
„Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur.
Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira